Fréttir

Myndlistarsýning nemenda FÁ í safnaðarheimili Grensáskirkju

12.4.2023

Nemendur Fjölbrautarskólans við Ármúla standa nú fyrir sýningu í Gallerý Glugga í safnaðarheimili Grensáskirkju. Sýningin opnaði föstudaginn 31. mars og stendur út aprílmánuð.

Fjölbrautarskólinn í Ármúla og Grensáskirkja efndu í upphafi ársins til samstarfs um táknin í kirkjunni, myndlist og myndlistarsýningu. Falleg glerlistaverk prýða Grensáskirkju. Þau eru eftir okkar helst listamann á því sviði, Leif Breiðfjörð og eru listaverk hans rík af táknum og litum.

Kennarar við nýsköpunar- og listabraut FÁ heimsóttu Grensáskirkju í vetur þar sem starfsfólk Grensáskirkju tók á móti hópnum ásamt Leifi Breiðfjörð og Sigríði Jóhannsdóttir.

Leifur og Sigríður fjölluðu um gluggana, aðdragandann að gerð þeirra, framkvæmdina, uppsetninguna og þau tákn sem gluggana prýða.

Í kjölfar umfjöllunar um táknin í kirkjunni unnu nemendur í myndlistar- og teikniáföngum verkefni undir handleiðslu kennara sinna, Jeannette og Hönnu og sýna nú afraksturinn í safnaðarheimili Grensáskirkju.

Safnaðarheimili Grensáskirkju er opið mánudaga til fimmtudaga frá klukkan 10:00 til 15:00. Einnig er opið alla sunnudaga frá kl. 10:00 til 12:30. 

Við hvetjum alla til að kíkja á þessa glæsilegu sýningu.