Umsókn um skólavist í DAGSKÓLA FÁ
Hér skráir þú umsókn þína. (Til að sækja um fjarnám skaltu smella hér en athugaðu fyrst á fjarnámssíðunni hvort opið er fyrir umsóknir). Fjölbrautaskólinn við Ármúla leggur áherslu á öflugt bóknám og fjölbreytt nám í heilbrigðisgreinum. Hér eru að jafnaði um 800-1000 nemendur í dagskóla, 1100-1300 nemendur í fjarnámi og 80 kennarar. Innritað er á eftirtaldar brautir: Bóknámsbrautir (þriggja ára) til stúdentsprófs:
Aðfaranám: Almenn námsbraut
Námsbrautir í Heilbrigðisskólanum (tveggja til fjögurra ára):
Hægt er að bæta við áföngum og ljúka stúdentsprófi af öllum brautum Heilbrigðisskólans með viðbótarnámi til stúdentsprófs Skólanámskrá er á heimasíðu skólans. Efst á síðunni er slóð á Menntagátt en þar skráir þú umsókn þína. Skrifstofa skólans er opin kl. 8.00-15.00. Sími 525-8800 og netfang fa@fa.is. Hægt er að panta tíma hjá skólayfirvöldum og náms- og starfsráðgjöfum eða koma í skólann. Hér getur þú lesið um inntökuskilyrði. (Síðast uppfært 7.11.2022) |