Áfangi

Heimspeki

  • Áfangaheiti: HEIM3FH05
  • Undanfari: HEIM2IH05

Markmið

Markmiðið með áfanganum er að nemendur öðlist skilning á þeim lögmálum sem liggja til grundvallar í samskiptum einstaklinga innan samfélaga. Á slíkum lögmálum/hugmyndum, t.d. um réttlæti og ranglæti, mannréttindi ofl, hvíla siðferðiskerfi og stjórnskipan mannlegra samfélaga. Markmiðið er ennfremur að auka samábyrgð nemenda og hæfni þeirra til þátttöku í lýðræðissamfélagi.

Efnisatriði

Rætur siðferðis og stjórnspeki mannlegra samfélaga.
Í þessum áfanga verða kynntar nokkrar af áhrifamestu siðfræði og stjórnspeki-hugmyndum heimspekisögunnar. Ennfremur verður lögð áhersla á að nemendur bæti færni sína í að koma frá sér óhlutbundinni hugsun og rökstuddum skoðunum, bæði í rituðu og töluðu máli.

Kennslugögn

Stefnur og straumar í siðfræði. Siðfræðistofnun – Háskólaútgáfan. Höf. James Rachels 1997.
Ljósritað hefti greina sem kennari útvegar.

Námsmat

Heimspekihugleiðingar: 10%
Fyrirlestur: 10%
Mæting/þátttaka: 30% (70% raunmæting)
Ritgerð: 30%
Fyrirmyndarsamfélagið: 20% í lok annar
Með fyrirvara um breytingar