4.5.8. Heilbrigðisritarabraut

Heilbrigðisritaranám er 120 feininga starfsnám með námslok á 2. hæfniþrepi. Námið tekur að jafnaði fimm annir. Það skiptist í almennar greinar, heilbrigðisgreinar, sérgreinar brautar og vinnustaðanám. Tilgangur námsins er að búa nemendur undir ritarastörf á heilbrigðisstofnunum og hjá fyrirtækjum í heilbrigðisþjónustu. Þau störf eru fjölbreytt og hafa að mestu leyti þróast á vettvangi í takt við þarfir stofnana.

Námið, sem er 120 framhaldsskólaeiningar (fein), skiptist í 37 fein. almennar greinar, 37 fein. almennar heilbrigðisgreinar, 26 fein. sérgreinar brautar og 20 fein. vinnustaðanám. Meðalnámstími er tvö og hálft ár, þ.e. fjórar annir í skóla auk tólf vikna vinnustaðanáms. 26% feininga er á fyrsta þrepi, 66% á öðru þrepi og 8% á þriðja þrepi. Skipulagt vinnustaðanám, undir leiðsögn starfandi heilbrigðisritara, tekur við að loknu bóknámi.

Nánari upplýsingar og brautarlýsing eru á vefsíðu heilbrigðisritarabrautar.


(Síðast uppfært 4.2.2016)