Prófafyrirkomulag og prófastaðir

Próftafla vorannar 2022 verður birt 15. febrúar

Árekstar við önnur próf: Ef tvö próf lenda á sama tíma er heimilt að flytja annað þeirra án endurgjalds á sjúkraprófsdag. 
Veikindi: Veikindi ber að tilkynna ekki seinna en á viðkomandi prófdegi með því að senda tölvupóst á fjarnam@fa.is.
Greiða þarf krónur 2.000 fyrir sjúkrapróf. Þeir sem taka próf erlendis eða úti á landi tilkynna veikindi á: fjarnam@fa.is og láta einnig vita á prófstað.
MUNIÐ! Framvísa þarf gildu skilríki í lokaprófunum (ökuskírteini, vegabréfi eða nafnskírteini).

 Sjá próftöflu

Aðstoð vegna lesblindu/sérúrræði við próftöku:
Próftími er 120 mínútur og gildir það fyrir alla, en prófin sjálf eru miðuð við að hægt sé að ljúka þeim á 90 mínútum. Hafi nemandi greiningu um lesblindu eða þurfi af öðrum ástæðum prófin með stækkuðu letri og/eða lituðum prófblöðum eða  í tölvu með talgervli, ber honum að sækja um það til fjarnámsstjóra fyrir 20. nóvember. Nauðsynlegt er að greining eða annað vottorð fylgi umsókn.
 Smellið hér: Góð ráð við prófkvíða.

Hvar eru próf tekin?
Við lítum svo á að allir sem búa á Stór Reykjavíkur svæðinu taki prófin hér í húsnæði Fjölbrautaskólans við Ármúla, nema þeir tilkynni um annan prófstað.
Nauðsynlegt er að láta vita fyrir 20. apríl ef nemandi ætlar að taka prófin annars staðar. Best er að senda upplýsingarnar á netfangið fjarnam@fa.is
Ef ekki kemur staðfesting samdægurs um að bréfið hafi verið móttekið, þá gæti póstsendingin hafa misfarist. Ekki er hægt að tryggja að próf verði send í tæka tíð á annan prófstað nema tilkynning komi tímanlega.
Þeir sem ekki geta tekið prófin í húsnæði Fjölbrautaskólans við Ármúla hafa þrjá möguleika:

  1. Að taka prófin í öðrum framhaldsskólum og menntasetrum.
  2. Að taka prófin í grunnskólum landsins.
  3. Að taka prófin í sendiráðum eða öðrum stöðum nálægt heimilum nemenda erlendis.

Ef próf er tekið í menntastofnun / framhaldsskóla öðrum en FÁ:
Ef nemandi tekur próf í einum af eftirtöldum framhaldsskólum landsins, sér fjarnámsstjóri um að hafa samband við ábyrgðarmann í viðkomandi framhaldsskóla. Þið þurfið hins vegar að tilkynna fjarnámsstjóra hvar þið hyggist taka prófin fyrir 20. apríl.
Menntastofnanir þar sem hægt er að taka próf eru auk FÁ:

Ef próf er tekið í grunnskóla:
Ef þið búið ekki nálægt framhaldsskóla, þá þurfið þið að kanna sjálf hvort grunnskólinn í ykkar heimabyggð geti leyft ykkur að taka prófin hjá sér. Hafið því samband við næsta grunnskóla og semjið við skólastjóra eða aðstoðarskólastjóra. Tilkynnið fyrir 20. apríl með því að senda tölvupóst á fjarnam@fa.is hver verður ábyrgðarmaður ykkar í prófunum. Sendið nafn ábyrgðarmanns, netfang hans auk nafns stofnunarinnar og stöðu ábyrgðarmanns í stofnuninni. 

Ef próf er tekið í sendiráði eða annars staðar erlendis:
Erlendis hafa sendiráð Íslands þjónustað nemendur sem og ýmsar skólastofnanir. Nemendur sem hyggjast taka próf erlendis þurfa sjálfir að sjá um að útvega stað og ábyrgðarmann. Tilkynnið hver verður ábyrgðarmaður ykkar í prófunum fyrir  20. apríl á fjarnam@fa.is.  Sendið nafn ábyrgðarmanns, netfang hans auk nafns stofnunarinnar og stöðu hans í stofnuninni. Ekki þarf að greiða okkur sérstaklega fyrir að taka prófin annars staðar en ábyrgðarmönnum prófa er þó heimilt að rukka nemendur fyrir þjónustuna.

Samantekt:
Til að tryggja að framkvæmd prófa verði eins hnökralaus og hægt er er mikilvægt að athuga vel eftirfarandi atriði:

  1. Próftaflan er alltaf birt með mjög góðum fyrirvara. Skráið hjá ykkur prófdagana ykkar.
  2. Tilkynnið fyrir  20. apríl ef þið hyggist taka lokapróf annars staðar en í húsnæði Fjölbrautaskólans við Ármúla.
  3. Sendið inn beiðni fyrir 20. apríl ef þið þurfið próf í tölvu með talgervli og/eða stækkað letur og/eða litaðar prófarkir. Greining þarf að liggja fyrir.

(Síðast uppfært 03.01.2022)