Fyrirkomulag prófa og prófstaðir

Lokapróf vorannar verða haldin 2. maí - 16. maí. Eingöngu er boðið upp á lokapróf og sjúkrapróf í áfanga. Ekki er veitt undanþága frá settum prófdögum.

Lokapróf fjarnámsins eru haldin í Fjölbrautaskólanum við Ármúla, Ármúl 12. 

Í lokaprófi þarf að framvísa gildu skilríki. t.d. ökuskírteini, vegabréfi eða nafnskírteini

  • Árekstar á milli prófa:  Ef tvö próf lenda á sama degi er heimilt að flytja annað þeirra án endurgjalds á árekstra-/sjúkraprófsdag. 
  • Sjúkrapróf: Veikindi/forföll ber að tilkynna fyrir prófdag eða í síðasta lagi á prófdegi með því að senda tölvupóst á forfoll.fjarnam@fa.is. Það þarf ekki að framvísa læknisvottorði en nemendur þurfa að greiða kr. 2.000 fyrir sjúkrapróf inn á reikning nr. 514-26-351 (kt.590182-0959). 
  • Þeir sem taka próf erlendis eða úti á landi verða að tilkynna veikindi/forföll bæði á skrifstofu fjarnáms (forfoll.fjarnam@fa.is ) en einnig á prófstað (það er mjög mikilvægt að tilkynna forföll á prófstað því ef það gleymist getur nemandi þurft að greiða tvöfalt yfirsetu/þjónustugjald). 

Aðstoð vegna lesblindu/sérúrræði við próftöku:

  • Nemandi með greiningu um lesblindu eða nemandi sem þarf af öðrum ástæðum að hlusta á próf, taka próf á tölvu, fá prófin með stækkuðu letri og/eða lituðum prófblöðum getur sótt um það til skrifstofu fjarnáms fyrir 5.apríl, sjá hér. 
  • Nauðsynlegt er að greining eða annað vottorð fylgi umsókn.
  • Ertu með prófkvíða? Hér eru "Góð ráð við prófkvíða"

Staðsetning prófa:

  • Lokapróf fjarnámsins eru í húsnæði Fjölbrautaskólans við Ármúla, Ármúla 12.  Nemendur sem búa eða dvelja utan höfuðborgarsvæðisins eða erlendis þurfa að sækja um til okkar að fá að taka prófin á öðrum prófstað fyrir 5. apríl, sjá hérNemendur þurfa almennt að greiða þjónustugjald/yfirsetugjald fyrir próftöku ef próf eru tekin utan FÁ. Upphæð gjaldsins er mismunandi eftir prófstöðum.                                             
  • Þeir sem geta ekki tekið lokapróf í húsnæði Fjölbrautaskólans við Ármúla hafa tvo  valkosti: 
  1. Að taka lokapróf í öðrum framhaldsskólum/símenntunar-, fræðslustöðvum víðs vegar um landið.
  2. Að taka lokapróf í sendiráði, ræðismannaskrifstofu eða viðurkenndum menntastofnunum nálægt dvalarstað nemenda erlendis.

1. Framhaldsskólar/símenntunar-, fræðslustöðvar sem þjónusta fjarnámsnemendur FÁ: 

  • Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra, Sauðárkrók, FNV
  • Fjölbrautaskóli Snæfellinga, Grundarfirði, FSN
  • Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Keflavík, FSS
  • Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi, FVA
  • Framhaldsskólinn í Austur- Skaftafellssýslu, FAS
  • Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum, FIV
  • Menntaskóli Borgafjarðar, Borgarnesi, MB
  • Menntaskólinn á Egilsstöðum, ME
  • Menntaskólinn á Ísafirði,
  • Menntaskólinn á Laugarvatni, ML
  • Menntaskólinn á Tröllaskaga, MTR
  • Verkmenntaskóli Austurlands, Neskaupstað, VA
  • Verkmenntaskólinn á Akureyri, VMA
  • Háskólafélag Suðurlands, Selfossi, HFSU
  • Austurbrú á Djúpavogi, Borgarfirði eystri, Reyðarfirði, Seyðisfirði og Vopnafirði
  • Þekkingarnet Þingeyinga á Húsavík, Laugum í Reykjadal, Raufarhöfn, Þórshöfn og víðar.  
  • Námsstofur á Blöndósi, Hvammstanga og Skagaströnd 
  • Símey á Akureyri og Dalvík 
  • Viska í Vestmannaeyjum.

2. Sendiráð, menntastofnanir eða aðrar viðurkenndar stofnanir erlendis:
Erlendis hefur sendiráð Íslands/ræðismannaskrifstofur eða viðurkenndar menntastofnanir tekið á móti nemendum vegna lokaprófa. 

  • Ef nemandi ætlar að taka próf erlendis þarf hann sjálfur að útvega próftökustað og ábyrgðarmann og tilkynna ráðstöfunina til okkar fyrir 5.apríl.
  • Nemandi skal tilkynna prófstað og ábyrgðarmann í lokaprófi með því að senda tölvupóst á skrifstofu fjarnáms (sjá netfang hér). Í póstinum skal tilgreina nafn ábyrgðarmanns, netfang og stöðu viðkomandi í stofnunninni sem prófið er tekið í.                                                                               

Samantekt:

Til að tryggja að framkvæmd prófa verði eins hnökralaus og hægt er, er mikilvægt að huga að eftirfarandi:

  1. Próftaflan er alltaf birt með mjög góðum fyrirvara. Skráðu hjá þér prófdagana. Tilkynntu árekstra í þinni próftöflu fyrir 5.apríl ef þú vilt færa próf yfir á árekstra-/sjúkraprófsdag.
  2. Tilkynntu fyrir 5. apríl ef þú ætlar að taka lokapróf annars staðar en í húsnæði Fjölbrautaskólans við Ármúla.
  3. Sendu inn beiðni fyrir 5.apríl ef þú þarft að fá að hlusta á próf, ef þú þarft að skrifa prófsvör á tölvu, ef þú þarft stærra letur á prófi eða litaða próförk. Greining þarf að liggja fyrir.

(Síðast uppfært 21.03.2023)