7.4. Félagsaðstaða nemenda

Nemendaráð er með félagsaðstöðu í miðálmu á fyrstu hæð. Aðstaðan er hugsuð fyrir þá sem vinna í nefndum og ráðum fyrir nemendafélagið. Reglulegir fundir nemendaráðs ásamt félagsmálafulltrúa fara þar fram. Einnig er tómstundaherbergi í miðálmu sem nemendur geta komið saman í til að t.d. horfa á sjónvarp og spila tölvuleiki. Almennt rými við inngang skólans, Steypan, er nýtt í þágu nemenda fyrir ýmsa atburði auk þess sem matsalur/fyrirlestrarsalur er notaður í hádegisviðburði, leiksýningar og söngleiki.

NFFÁ

(Síðast uppfært 6.2.2017)