Búa til Profile í Google Chrome

Þeir sem eru með fleiri en einn Microsoft notendareikning (Account) lenda stundum í því að árekstrar verða milli reikninga. Þetta gerist þegar notandi skráir sig ekki út (Sign out) úr einum notendareikningi áður en hann ætlar að skrá sig inn í annan notendareikning. 

Til eru nokkrar leiðir til að koma í veg fyrir að árekstrar verði á milli notendareikninga.

1. Skrá sig út (Sign out) í hvert sinn sem Microsoft reikningurinn er notaður og loka vafranum með því að velja X -ið efst í hægra horni vafrans. (x-a sig út úr vafranum)

2. Nota sitt hvorn vafrann (Goofle Chrome og Micrsoft Edge) ef t.d. tveir notendareikingar eru notaðir. 

3. Ef notaðir eru fleiri en einn notendareikningur þá er hægt að búa til prófíl fyrir hvorn notendareikning fyrir sig í vafranum sem mest er notaður. Hér er gengið út frá því að flestir noti Google Crome vafrann og því eru leiðbeiningarnar hér fyrir neðan miðaðar út frá því. Samsvarandi prófíla er hægt að búa til í Microsoft Edge vafranum sem og Firefox.

Leiðbeiningar: Að búa til prófíl í Google Chrome.Síðast uppfært: 28.03.2022