Aðgerðaráætlun 2012/2013

Sjálfbær skóli – markmið og mælikvarðar

 

A. Kennslufræðileg markmið

 1. Markmið: Að efla umræðu um mannréttindi, stöðu kvenna og fátækt og fá nemendur og starfsmenn til að taka virkan þátt í baráttu fyrir auknu jafnrétti.
  Aðgerð: Aukin umræða um þessi málefni í bókmenntahluta í ÍSL403 í samvinnu við félagsfræðikennara og sögukennara.
  Mælikvarði: Sjálfsmat nemenda og könnun á viðhorfum þeirra.
  Ábyrgðaraðili: Ársæll
 2. Markmið: Að gera raddir og skoðanir nemenda sem eru af erlendum uppruna greinilegri í skólasamfélaginu.
  Aðgerð: Að kanna hlutfall og virkni nemenda í nefndum og ráðum skólans og hvetja þá til að taka þátt í félagslífinu. Stefna að því að erlendir nemendur taki oftar þátt í uppákomum á vegum skólans og fái að kynna menningarlegan bakgrunn sinn. 
  Mælikvarði: Fjöldi nemenda af erlendum uppruna í nefndum og ráðum á vegum skólans. Fjöldi uppákoma í skólanum, þar sem menningarlegur bakgrunnur nemenda af erlendum uppruna skilar sér inn í skólasamfélagið.
  Ábyrgðaraðili: Úlfar/Sumarliði
 3. Markmið: Að nemendur sérnámsbrautar fái að njóta sjálfstæði síns með öðrum nemendum skólans í almenningsrými húsnæðisins.
  Aðgerð: Nemendur sérnámsbrautar fá aðstoð frá kennurum og nemendum skólans við að finna sér t.d.  svæði/borð, viðfangsefni, hegðunarmynstur til að fá að njóta samveru með fjöldanum.
  Mælikvarði: Könnun á viðhorfum nemenda.
  Ábyrgðaraðili: Ingibjörg
 4. Markmið: Að stuðla að fjölbreyttari kennsluháttum.
  Aðgerð: Nota fleiri kennsluhætti í náttúrufræðiáfanganum NÁT113.
  Mælikvarði: Eftir hverja kennslustund eða í lok hvers dags verður teknar saman þær kennsluaðferðir sem notaðar voru yfir daginn og hlutfall þeirra í hverri og einni kennslustund.
  Ábyrgðaraðili: Sæþór
 5. Markmið: Að auka lýðræðisvitund og efla þátttöku nemanda, kennara og annarra starfsmanna í ákvarðanatöku skólans.
  Aðgerð: Halda einn skólafund á ári með þátttöku nemenda, kennara og annarra starfsmanna.
  Mælikvarði: Hlutföll virkra nemenda, kennara og annarra starfsmanna á skólafundum.
  Ábyrgðaraðili:  Róbert
 6. Markmið: Að auka námsaðstoð við nemendur.
  Aðgerð: Að bjóða upp á námsver á vorönn 2013, þar sem nemendur geta fengið aðstoð í sem flestum námsgreinum, íslensku, ensku, stærðfræði, dönsku o.fl.
  Mælikvarði: Fjöldi nemenda sem leitar sér aðstoða og í hvaða fögum.
  Ábyrgðaraðili: Eiríkur

 

B. Félagsleg og skipulagsmarkmið

7. Markmið: Að að draga úr brottfalli um eitt 1% á ári næstu fjögur árin.
Aðgerð: Tekin eru djúpviðtöl við nemendur sem hætta í námi og ástæða þess er skráð. Verið er að endurskoða námskrá og fjölbreytilegra námsframboð er hluti þeirrar endurskoðunar.
Mælikvarði: Í lok úrsagnardags annar er tekin nemendaskrá úr námsumsjónarkerfi skólans (Inna). Í lok annar er tekin saman skrá yfir útskrifaða nemendur þá önn. Á úrsagnardegi næstu annar er aftur tekin út nemendaskrá. Nemendur sem voru á fyrri skrá en ekki þeirri seinni að frádregnum þeim nemendum sem brautskráðust eru brottfallsnemendur (hafa hætt). Þessar upplýsingar eru grundvöllur ítarlegrar tölfræði yfir brottfall sem tekin er saman og birt á hverri önn í sjálfsmatsskýrslu skólans.
Ábyrgðaraðili: Ólafur

8.      Markmið: Að auka utanumhald umsjónarkennara sem hafa það hlutverk að fylgjast ítarlega með mætingareinkunn sinna nemenda reglulega yfir önnina og láta viðeigandi aðila vita ef hættumerki birtast. Markmið utanumhaldsins er að hafa samband við hvern nemanda sem mætir mjög illa eða er hættur að mæta og óska eftir skýringum.  Skólinn stefnir á að upplýsa MMR um brottfall og brottfallsástæður.  
Aðgerð: Umsjónarkennari hefur ca.10 á sinni ábyrgð. Umsjónarkennari heldur skrá um samskipti og mætingarferil námsmanns (t.d. einn umsjónartími í viku, mæting hvers nemenda skráð, aðgerðir umsjónarkennara gagnvart nemanda skráðar, samantekt í lok hvers mánaðar/annar). Umsjónarkennari þarf að hafa samband við nemanda þegar raunmæting er komin undir 80% (ábending), umsjónarkennari þarf að hafa samband við nemanda sem hættir til að fá útskýringar á brotthvarfi. Samantekt í lok annar. Ástæður eru skráðar í INNU. Brottfallsupplýsingar eru sendar MMR í lok hverrar annar.
Mælikvarði: Mæting nemenda yfir önnina, brottfall nemenda í lok annar.
Ábyrgðaraðili: Hildur

9.      Markmið: Að að efla félagsleg tengsl meðal nemenda á sérnámsbraut og nemenda í almennu námi í skólanum.
Aðgerð: Á vorönn 2013 eiga 5 nemendur sérnámsbrautar skólafélaga af almennu námsbrautinni sem þeir hitti reglulega í kaffi og matarhléum í skólanum.
Mælikvarði: Fjöldi nemenda á sérnámsbraut sem hitta skólafélaga af almennu námsbrautinni.
Ábyrgðaraðili: Ingibjörg

10.   Markmið: Að nemendur sérnámsbrautar sæki í meira mæli áfanga sem eru í boði í almenna náminu í skólanum.
Aðgerð: Á vorönn 2013 stunda 7 nemendur sérnámsbrautar nám í 7 mismunandi almennum áföngum skólans. Stefnt er að því að gefa fleiri nemendum tækifæri á að sækja nám í almenna áfanga og einnig að hvetja nemendur til að sækja fjölbreyttara nám.
Mælikvarði: Fjöldi nemenda sérnámsbrautar skráðir í almenna áfanga.
Ábyrgðaraðili: Ingibjörg

11.   Markmið: Að hækka hlutfall nýnema sem halda áfram í skólanum og jafnframt að stuðla að því að þeim vegni betur í skólanum. Markmiðið miðar að því að minnka brotthvarf nýnema.
Aðgerð: Þessu markmiði verður fylgt eftir meðal annars með því að hitta alla nýnema og veita þeim bæði persónulega ráðgjöf og náms- og starfsráðgjöf.
Mælikvarði: Mætingarprósenta og staðnar einingar miðað við á síðasta skólaári.
Ábyrgðaraðili: Sandra

12.   Markmið: Að auka nemendalýðræði með því að hafa fleiri virka nemendur í nemendafélagi og halda fleiri og fjölbreyttari viðburði.
Aðgerð: Kosningar í nemendaráð og –nefndir og auka val nemenda á viðburðum í félagslífi.
Mælikvarði: Fjöldi nemenda í nemendafélagi og viðburðir á skólaárinu.
Ábyrgðaraðili: Sumarliði

13.   Markmið: Að auka virkni nemenda í nemendaráði m.t.t. mætingar og skilum á sjálfsmati.
Aðgerð: Stuttir fyrirlestrar á hverjum fundi, s.s. um frumkvæði og sjálfsbjargarviðleitni, verkefnastjórnun, samningagerð o.fl.
Mælikvarði: Mætingarskrá og sjálfsmat nemenda.
Ábyrgðaraðili: Sumarliði

14.   Markmið: Að fara betur með betur með nemendafélagsgjöld og enda árinu í plús.
Aðgerð: Auka aðhald í kostnaði við almennan rekstur NFFÁ og viðburði á vegum NFFÁ. Einnig að rukka meira fyrir þátttöku þeirra sem ekki skrá sig í félagið en sækja viðburðina. Það skapar vonandi hvata til að greiða félagsgjöldin.
Mælikvarði: Bókhald yfir innborganir og útgjöld á reikningi nemendafélagsins.
Ábyrgðaraðili: Sumarliði

15.   Markmið: Að hvetja nemendur itl að vera allsgáð á dansleikjum skólans.
Aðgerð: Halda edrúpott á árshátíð NFFÁ.
Mælikvarði: Fjöldi nemenda á dansleik/fjöldi sem fara í dauða herbergi eða er vísað frá. Stuðulinn síðan borinn saman við fyrri böll og næstu böll.
Ábyrgðaraðili: Sumarliði/Sandra

16.   Markmið: Að minnka brottfall nemenda á framhaldsskólabraut.
Aðgerð: Bjóða nemendum upp á námsframboð við hæfi. Árangursríkasta aðferðin til að minnka brottfall er að hafa gott og traust samband við heimili nemenda með einstaklingsfundum með nemendum og foreldrum þeirra a.m.k. einu sinni á önn.
Mælikvarði: Bera saman brottfall milli anna.
Ábyrgðaraðili: Eiríkur

C. Umhverfis-, efnahags- og tæknimarkmið

17.   Markmið: Að minnka magn sorps sem fellur til í skólanum og auka vitund nemenda og starfsmanna um umhverfismál.
Aðgerð: Á vorönn 2013 verða einnota kaffimálin tekin úr umferð og margnota koma í staðinn. Samkeppni um slagorð verður haldin sem prentast á margnota málin.
Mælikvarði: Fjöldi seldra margnota kaffimála.
Ábyrgðaraðili: Umhverfisráð

18.   Markmið: Að minnka umfang plasts í sorpi.
Aðgerð: Taka út plast Take-away bakka og nota pappa Take-away bakka fyrir salatbarinn.
Brauðmetið sem var búið til á staðnum var allt vafið í plast og verður framvegis afgreitt í endurunnum eldhúspappír.
Mælikvarði: Hlutfall plasts af heildarmagni sorps.
Ábyrgðaraðili: Umhverfisráð

19.   Markmið: Allt sorp skólans er flokkað. Með því að einfalda flokkunarkerfi sorps á að auka vitund nemenda og starfsmanna á jákvæðri gildi þess og minnka hlutfall óflokkaðs sorps.
Aðgerð: Flokkun sorps verður einfölduð með því að koma öllum pappa fyrir í sömu einingunni. Þrjár flokkunareiningar verða sameinaðar í eina.
Mælikvarði: Hlutfall óflokkaðs sorps af heildarmagni sorps.
Ábyrgðaraðili: Umhverfisráð

20.   Markmið: Að samnýta bækur starfsmanna og nemenda.
Aðgerð: Setja upp hillu á bókasafni skólans og aðra í kaffistofu starfsmanna sem virka eins og skiptibókamarkaður. Markaðurinn ber nafnið „Hringrásin – leið til sjálfbærni“. Fólk getur komið með bækur sem það hefur lesið og vill gefa frá sér. Ekki skal taka bók nema setja aðra í staðinn.
Mælikvarði: Fjöldi bækur í hillum.
Ábyrgðaraðili: Bryndís Valsdóttir, Sæþór Ólafsson, Kristín Björgvinsdóttir

21.   Markmið: Að gera nemendur meðvitaða um hvaða áhrif einkaneysla þeirra (lífstíll) hefur á auðlindir jarðarinnar og gera þá að meðvitaðri neytendum.
Aðgerð: Nemendur í HAG113, HAG103 og VIÐ113 fá fræðslu um hvernig þeir geti sjálfir „minnkað fótspor sem þeir skilja eftir á jörðinni“ þ.e. nýta auðlindir jarðarinnar betur með ýmsum leiðum er snerta samgöngur, orkusparandi aðgerðir heimafyrir, matarvenjur, vatnssparnað, endurnýtingu á ýmsum efnum o.fl. Nemendur taka könnun á http://myfootprint.org, þar sem niðurstaða þess segir til um hversu mikið einkaneysla þeirra gengur á auðlindir (vistkerfi) jarðarinnar. Tekið er próf í upphafi og lok annar þar sem nemendur breyta neyslumynstri sínu, t.d. hjóla eða nota almennings samgöngur í stað þess að nota einkabíl, og finna út hvaða áhrif sú breyting hefur til minnkunnar á „fótspori sem þeir skilja eftir á jörðinni“.
Mælikvarði: Niðurstöður kannanna í upphafi og lok annar.
Ábyrgðaraðili: Petra Bragadóttir

22.   Markmið: Að auka notkunargildi vefmiðla til að miðla upplýsingum um skólastarf og rafvæða stjórnsýslu skólans.
Aðgerð: Setja upp teljara á heimasíðu skólans sem mælir allar heimsóknir á síðuna. Gera öll eyðublöð, stjórnsýslufréttir, fundi og fundargerðir aðgengilegar á heimasíðu skólans. Stofna feisbóksíðu með fréttum og myndum af atburðum á vegum skólans.
Mælikvarði: Fjöldi heimsókna á heimasíðu skólans og fjöldi aðdáenda á feisbókarsíðunni.
Ábyrgðaraðili: Helmut Hinrichsen, Árni Þ. Ómarsson, Hafliði Vilhelmsson

23.   Markmið: Að minnka notkun rafmagns.
Aðgerð: Minnka notkun rafmagns með því að slökkva ljósin, þegar engin starfsemi fer fram í viðkomandi rými, með því að nota sparperur og hreyfiskynjara fyrir ljós.
Mælikvarði: Notkun af rafmagni skv. aflestri á rafmagnsmæli á tímabilinu.
Ábyrgðaraðili: Ólafur H. Sigurjónsson, Vigfús Þ. Jónsson

24.   Markmið: Að minnka notkun hitaveituvatns.
Aðgerð: Minnka notkun hitaveituvatns með því að tryggja góða einangrun húsnæðis. Skipta á milli vetra- og sumarhitun til að draga úr upphitun yfir sumartíma. Tölvustýra upphitun skólans til að nýta hitann best, þar sem þess er þörf.
Mælikvarði: Notkun af hitaveituvatni skv. aflestri á tímabilinu.
Ábyrgðaraðili: Ólafur H. Sigurjónsson, Vigfús Þ. Jónsson

D. Heilsueflandi markmið

25.   Markmið: Að hvetja nemendur  og kennara til að borða hollan morgunmat.
Aðgerð: Boðið verður upp á ókeypis hafragraut á morgnana.
Mælikvarði: Fjöldi skammta af hafragrauti borðaður á degi hverjum.
Ábyrgðaraðili: Kristrún

26.   Markmið: Að efla og styrkja nemendur í að velja hollar drykkjarvörur.
Aðgerð: Að láta fjarlægja gosdrykki og orkudrykki úr sálfsölum í skólanum og bjóða upp á hreinan ávaxtasafa og sódavatn.
Mælikvarði: Fjöldi gosdrykkja og orkudrykkja á boðstólum.
Ábyrgðaraðili: Kristrún

27.   Markmið: Að auka áhuga nemenda á útivist og efla umhverfisvitund þeirra.
Aðgerð: Að bjóða upp á áfanga tengda umhverfismálum, fjallgöngu og útivist og Hjólað í skólann.
Mælikvarði: Fjöldi nemenda skráður í áfangana.
Ábyrgðaraðili: Úlfar

28.   Markmið: Að nemendur og starfsmenn neyta að auknum mæli heilsufæði.
Aðgerð: Að auka úrval af BIO og Fair-trade vörum i sjálfsala skólans.
Mælikvarði: Sala á vörum úr heilsusjálfsala.
Ábyrgðaraðili: Umhverfisráð

29.   Markmið: Að auka hreyfingu nemenda og starfsfólks og hvetja til hollari lífsstíls.
Aðgerð: Hvetja starfsmenn til að taka þátt í vinnustaðakeppni fyrir Lífshlaup og hvetja nemendur og starfsmenn að taka þátt í átaki Hjólað í vinnu.
Mælikvarði: Fjöldi nemenda og starfsmanna sem taka þátt í Lífshlaupi og Hjólað í vinnu.
Ábyrgðaraðili: Kristrún

30.   Markmið: Að auka hreyfingu nemenda og starfsfólks og hvetja til hollari lífsstíls.
Aðgerð: Árdagar á vorönn 2013 verða tileinkaðir hreyfingu, hollustu og útivist. Kynningar á íþróttagreinum og fyrirlestrar um hollustu og hreyfingu. Nemendur og starfsmenn fá tækifæri til að prófa sjálfir margar íþróttagreinar.
Mælikvarði: Fjöldi nemenda og starfsmanna sem taka þátt í vinnustofum.
Ábyrgðaraðili: Árdaganefnd


(Síðast uppfært 8.3.2013)