Náms- og starfsráðgjafar
Almennar fyrirspurnir: namsradgjof@fa.is
Helstu hlutverk náms- og starfsráðgjafa eru að:
- leiðbeina nemendum við að móta stefnu sína á náms- og starfsferlinum
- liðsinna nemendum við að finna sín eigin markmið og ákvarðanir varðandi náms- og starfsval
- veita nemendum fræðslu og ráðgjöf við val á námi eða starfi
- veita nemendum ráðgjöf í námi, t.d. tímaskipulag, námstækni, við prófkvíða o.fl.
- veita nemendum persónulega ráðgjöf og stuðning í einkamálum svo þeir eigi auðveldara með að stunda námið og vísa þeim til annarra sérfræðinga ef þörf er á
- skipuleggja heildstæða áætlun í náms- og starfsfræðlu í skólanum
Námsráðgjafar eru bundnir trúnaði við nemendur eins og landslög leyfa.
(Síðast uppfært 20.12.2019)