Hvað eru áhugasviðskannanir?

Áhugasviðskannanir

  • Henta nemendum á öllum aldri sem standa frammi fyrir því að velja nám eða starfsvettvang, getur verið gagnlegt að taka áhugakönnun sem metur á hvaða sviðum náms- og starfsáhugi liggur.
  • Nemendur skólans geta tekið Bendil (I,II og III) og "Í leit að starfi" hjá náms- og starfsráðgjöfum skólans. Nemendur greiða kostnað vegna leyfisgjalda.
  • Nemendur panta tíma hjá náms- og starfsráðgjöfum

Áhugasviðskannanir eru verkfæri sem auðvelda val á námi, námsbraut, starfi eða áhugamáli. Þær gefa ekki endanlegt svar heldur leiðarvísi sem auðveldar þér leitina. Þegar niðurstöðurnar koma, tekur við töluverð vinna við að kanna störf og nám sem kemur til greina fyrir þig. Einnig þarf oft að fara í sjálfskönnun eins og að skoða eigið gildismat, styrkleika, reynslu o.fl.

Áhugasviðskannanir gefa upplýsingar um áhuga en ekki hæfileika eða getu.

Áhugasviðskannanir segja til um hvar áhugasvið fólks liggur en það gefur vísbendingar um það á hvaða starfssviði og í hvaða starfi þér mun líka vel að vinna.

Áhugasviðskannanir eru verkfæri sem auðvelda val á námi, námsbraut, starfi og áhugamálum en þær gefa ekki endanlegt svar. Þegar niðurstöðurnar koma, tekur við töluverð vinna við að kanna störf og nám sem kemur til greina fyrir þig. Einnig þarf oft að fara í sjálfskönnun eins og að skoða eigið gildismat, styrkleika, reynslu o.fl.

Áhugasviðskannanir gefa upplýsingar um áhuga en ekki hæfileika eða getu.

Nemendum gefst kostur á að taka áhugasviðskannanir hjá náms- og starfsráðgjöfum. Nokkrar gerðir áhugasviðskannanna eru til á íslensku og nemendur greiða útlagðan kostnað vegna þeirra (leyfisgjöld). Hægt er að  óska eftir ákveðinni tegund könnunar en náms- og starfsráðgjafi metur þó endanlega hvaða könnun er heppilegust.

Áhugasviðskannanir

Í LEIT AÐ STARFI: Þetta er áhugasviðskönnun sem er vinnubók og leiðir þig áfram með aðstoð náms- og starfsráðgjafa, í þeirri vinnu sem þarf við náms- og starfsval. Verð 500 kr.

BENDILL: Þetta er ný íslensk áhugasviðskönnun sem svarað er rafrænt hjá náms- og starfsráðgjafa. Niðurstöður koma strax fram og á rafrænu formi. Verð: Bendill I: 1000 kr, Bendill II: 3.700 kr, Bendill III: 3.700 kr.

Hvar finnur þú upplýsingar um störf?

Á bókasafninu í handbókahillu og hjá náms- og starfsráðgjöfum eru til bæklingar með þýðingu á 1300 starfsheitum og hvernig þau flokkast eftir áhugasviðum. Bæklingarnir heita:

  • "Starfalisti - þriggja stafa kóðar"
  • "Starfalisti í stafrófsröð"

Á eftirfarandi vefsíðum er hægt að finna starfsheiti eftir áhugasviðum:

Síðast uppfært 9.1.2023