Hvernig tengi ég tölvuna mína inn á þráðlausa netið í skólanum?

Eftir að hafa kveikt á tölvunni eða því þráðlausa tæki sem þú ætlar að tengja inn á netið,  þá athugar þú hvaða nærliggjandi þráðlausu net eru í boði. Þú velur net sem heitir FA-Nemendur og hakar við valkost um að tölvan eigi að tengjast sjálfkrafa inn á þetta net. Að þessu loknu ferðu út á Internetið í gegnum einhvern vafra t.d. Internet Explorer, Google Crome eða Mozilla Firefox svo dæmi sé tekið.

Á skjánum birtist eftirfarandi síða þar sem þú skráir notendanafnið þitt hér í skólanum og lykilorð. Þú færð netsamband í einn mánuð í einu. Eftir hvern mánuð þarftu að endurtengja.Wifi-nemendur

Tenging við staðarnet

Nemendum og starfsmönnum gefst kostur á að tengjast inn á staðarnet skólans að heiman með því að tengjast inn á Terminal Server sem heitir Skuld. Með því móti er hægt að nota forrit í eigu skólans, vista skjöl á staðarneti skólans og prenta út. 

 

(Síðast uppfært 22.3.2021)