3.6. Móttaka nýrra starfsmanna

Móttaka nýrra starfsmanna skal vera með skipulögðum og jákvæðum hætti þar sem m.a. er farið yfir starfsmannastefnu skólans, hlutverk og starfshætti, réttindi, skyldur og hlutverk starfsmanns auk þess sem kynna skal hann fyrir samstarfsfólki við fyrsta tækifæri.

Skólanum ber að tryggja að nýr starfsmaður fái þær upplýsingar og leiðsögn sem nauðsynleg er til að hann geti sinnt starfi sínu og samstarfsfólki ber að veita þann stuðning sem eðlilegt er.

Smelltu á krækjuna til að sjá verkáætlun fyrir móttöku nýrra starfsmanna.


(Síðast uppfært 2.11.2012)