3.14. Þjónustustefna

Fjölbrautaskólinn við Ármúla leggur áherslu á að veita framúrskarandi þjónustu við nemendur og starfsfólk. Til að ná settu markmiði er lögð áhersla á að:

  • starfsfólk skólans veiti persónulega og skilvirka þjónustu þar sem fagmennska er höfð að leiðarljósi
  • þjónusta við nemendur sé í forgangi og að boðleiðir séu stuttar
  • þjónusta taki mið af síbreytilegum þörfum nemenda og starfsmanna
  • nemendum séu sköpuð góð skilyrði til náms með framúrskarandi aðstöðu og ólíkum þörfum þeirra sé mætt þannig sem best
  • tæknilegt umhverfi skólans geri nemendum kleyft að nota nýjustu tækni við námið á hverjum tíma, þ.e. tölvur, spjaldtölvur, snjallsíma o.fl.
  • hafa sem flestar upplýsingar á rafrænu formi og minnka um leið pappírsnotkun
  • tryggja gott upplýsingaflæði frá stjórnendum til starfsfólks og nemenda
  • ávallt sé gott aðgengi að stjórnendum skólans
Góð þjónusta er hagur allra og með samstilltu átaki er hægt að veita framúrskarandi þjónustu.

(Síðast uppfært 19.9.2013)