Félagslíf

Félagslíf

Í FÁ er starfrækt nemendafélag, NFFÁ. Félagsmenn eru allir þeir nemendur við skólann sem greiða nemendafélagsgjöld. Nemendafélag skólans vinnur að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda.

Markmið félagsins eru að gæta hagsmuna nemenda innan skólans og halda uppi öflugu félagslífi. Nemendafélagið fer með rödd nemenda gagnvart skólastjórnendum og sitja formaður og varaformaður í skólaráði.

Félagslífið í FÁ er fjölbreytt og hafa nem­endur unnið hörðum höndum að því skapa skemmti­legt félagslíf. Í stórum skóla er mik­il­vægt að bjóða upp á fjöl­breytt félagslíf og er það stefna NFFÁ og skólans.

NFFÁ stendur fyrir ýmsum viðburðum, stórum jafnt sem smáum, sem höfða til allra nem­enda. Meðal viðburða sem NFFÁ heldur utan um má nefna Morfís, Gettu betur, böll, árshátíð, söng­keppni, þemavikur, nýnemadag, ferðir o.fl. Einnig er mikil áhersla lögð á það að skapa góðan skólaanda og vera með allskyns uppákomur á skóladaginn.

Ýmsar nefndir og ráð eru starfandi innan skólans, m.a. alþjóðanefnd, nýnemanefnd, umhverfisnefnd, skemmtinefnd, markaðsnefnd, hinseginfélag, femínistafélag, nördafélag ofl.

Lesa meira

Nemendafélag

Í FÁ er nemendafélagið valáfangi.  Áfanginn heitir Félagsmál - nemendafélagið - NEMÓ2FÁ05.  Fyrir áfangann er hægt að fá allt á milli 1 og 5 feiningar, eftir því hversu mikla vinnu nemandinn vill leggja í starfið.

Áfanginn er vettvangur fyrir nefndir að funda innan síns vinnuhóps og skipuleggja viðburði sína með aðstoð félagsmálafulltrúa, og læra um leið viðeigandi vinnubrögð og nauðsynlega kunnáttu í félagsstarfi almennt. Skipulagið fer alfarið eftir eðli þeirra verkefna sem nemandinn kýs að halda utan um.

Í kennslustundum verður lögð áhersla á mætingu og virkni nemenda - þátttöku í umræðum, hugmynda- og verkefnavinnu. 

Námsmat

Afurðir áfangans eru þeir félagsviðburðir sem líta dagsins ljós. Ekki er gefin einkunn fyrir áfangann en fjöldi feininga (1-5) fer eftir því hversu miklum tíma hver nemandi eyðir í skipulag og framkvæmd viðburða. 80% mætingarskylda er í kennslustundir og virkni í tímum kemur til námsmats. Forsenda fyrir setu í áfanganum er góð mæting í skólann almennt. Krafa er gerð til nemenda um gott fordæmi í hegðun, að skólareglum sé fylgt í hvívetna og samskipti við starfsfólk og samnemendur innan sem utan nemendaráðs séu jákvæð og uppbyggileg.

Kristín Valdemarsdóttir er félagsmálafulltrúi skólans.  Kristín heldur utanum áfangann og aðstoðar NFFÁ í sínu starfi.  Hægt er að hafa samband við hana hér.

Stjórn NFFÁ er skipuð af forseta, varaforseta/ritara, gjaldkera, hagsmuna- og alþjóðafulltrúa og markaðsstjóra.  Kosið er um embættin innan félagsmálaáfangans.


Stjórn NFFÁ 2023-2024

Sara Jóhanna Geirsdóttir Waage - forseti ( forsetiNFFA@gmail.com )

Helgi Tang - varaforseti

Patience Mugabe - gjaldkeri ( gjaldkeriNFFA@gmail.com )

Layan Ahmed - hagsmuna- og alþjóðafulltrúi

Ágústa Rós Skúladóttir - markaðsfulltrúi
Upplýsingar um NFFÁ:

Nemendafélag Fjölbrautaskólans við Ármúla
Ármúla 12, 108 Reykjavík

Sími: 833-5231

Kennitala: 590986-1949

Netfang: nffa@fa.is

Heimasíða: www.nffá.is (er í vinnslu)

Instagram: https://www.instagram.com/stjorn_nffa

Tik tok: https://www.tiktok.com/@stjorn_nffa

Hér má finna lög NFFÁ, samþykkt í janúar 2023.

Nemendafélagið hefur aðstöðu á Steypunni, við hliðina á stiganum niður í matsal.