Fræðsluefni fyrir nemendur

Hér birtast myndbönd fyrir nemendur sem hafa áhuga á að kynna sér ýmislegt sem tengist andlegri líðan og gagnlegar aðferðir sem geta veitt nemendum aðstoð við að takast á við áskoranir og bæta eigin líðan.  

Í myndbandinu "Þinn besti vinur“ er hugræn atferlismeðferð (HAM) útskýrð á fræðandi og skemmtilegan hátt. Myndbandið útskýrir grunn hugmyndafræði hugrænnar atferlismeðferðar sem er viðurkennd meðferð fyrir fólk á öllum aldri. Skólasálfræðingar nota gjarnan aðferðir HAM með nemendum.


HAM1

Myndbandið "Kvíði" er fræðandi og skemmtilegt myndband sem útskýrir hvernig kvíðatilfinning gagnast okkur í daglegu lífi. Einnig er útskýrt í stuttu máli hvernig núvitund getur aðstoðað við að efla tilfinningastjórn.

https://www.youtube.com/watch?v=uDkE4YtTtUc&feature=youtu.be


(Síðast uppfært 28.10.2020)