Kennslufræði og námsstílar nemenda

Hér eru ýmsar ábendingar varðandi kennslu og nám sem koma öllum nemendum til góða ekki bara lesblindum.

Námsstíll – learning style: Hér er umfjöllun um námsstíla (learning style). Einnig er hægt að láta nemendur taka „próf“ á netinu á íslensku til að kanna námsstíl viðkomandi og skoða ábendingar um árangursríkar aðferðir í samræmi við námstíl.

Hvernig heilinn vinnur best: Hér eru nokkrar hugmyndir um það hvernig hægt er að bæta námsárangur nemenda. Ábendingarnar byggja á því við hvernig aðstæður heilinn vinnur best (brain-based learning).

Hljóðrænir nemendur:  Hér eru ábendingar um aðferðir, sem skila árangri fyrir nemendur, sem læra best með að hlusta og ræða um námsefnið.

Sjónrænir nemendur: Hér eru ábendingar um aðferðir, sem skila árangri fyrir nemendur sem læra best ef námsefni er í sjónrænu formi.

Námstíll (learning style) og stærðfræði:  Umfjöllun er ætlað að auka meðvitund um að nemendur í stærðfræði hafa ólíka námsstíla þ.e. velja mismunandi leiðir til að vinna með upplýsingar. Einnig eru tillögur um hvernig hægt er að gera öllum hugrænum námsstílum  jafn hátt undir höfði í kennslustofu.

Kynna nýtt tungumál: Hér eru ýmsar ábendingar sem hægt er að hafa til hliðsjónar þegar verið að kenna lesblindum nemendum erlend tungumál.

Erlend tungumál: Vandamál lesblindra við tungumálanám og hugmyndir að úrræðum. Hér er hagnýt yfirlitstafla yfir undirliggjandi þætti dyslexíu sem hafa áhrif á málanám og hugmyndir að úrræðum.

Raungreinar og dyslexía: Í umfjöllun er reynt að draga fram á hvaða hátt nám í líffræði og skyldum greinum eins og lífeðlisfræði og sjúkdómafræði er lesblindum nemendum erfitt. Einnig eru ábendingar um hvernig hægt er að auðvelda nemendum að öðlast þekkingu og hæfni á sviði líffræði, lífeðlisfræði og skyldra faggreina.
 
 
(Síðast uppfært 4.6.2019)