3.10.1 Jafnréttisstefna

Jafnréttisstefna Fjölbrautaskólans við Ármúla er reist á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 (framvegis kölluð jafnréttislög), ásamt margvíslegum öðrum lagaákvæðum sem leggja bann við mismunun. Markmið hennar er að stuðla að jöfnum rétti, jafnri stöðu og jafnri virðingu kynjanna innan skólans, sem og að minna stjórnendur, nemendur og starfslið skólans á mikilvægi þess að allt fólk fái notið hæfileika sinna án tillits til kynferðis, kynhneigðar, litarháttar, trúarskoðana, fötlunar eða annarra þátta.Jafnréttisnefnd og jafnréttisfulltrúi

Skólameistari skipar jafnréttisnefnd. Hlutverk nefndarinnar er að koma fram með hugmyndir að markmiðum og leiðum sem stuðla að auknu jafnrétti í skólanum, ásamt því að fylgja hugmyndunum eftir í framkvæmd og meta árangur. Jafnréttisnefnd og jafnréttisfulltrúi eru sameiginlega ábyrg fyrir eftirfarandi verkefnum:

 • Endurskoða jafnréttisáætlun skólans á þriggja ára fresti.
 • Meta stöðu aðgerða samkvæmt áætluninni árlega og birta niðurstöður í ársskýrslu skólans.
 • Hafa eftirlit með að skólinn fari að lögum og reglum í jafnréttismálum og að jafnréttisáætlun sé fylgt eftir, meðal annars með því að safna og birta reglulega upplýsingar um stöðu jafnréttismála í skólanum.
 • Hafa umsjón með því að töluleg markmið séu sett, þeim sé fylgt eftir og þau mæld.
 • Gera matsskýrslu eða samantekt um framgang jafnréttismála.
 • Standa að fræðslu um jafnréttismál fyrir stjórnendur og annað starfsfólk.
 • Skipuleggja samþættingarverkefni sem hafa það að leiðarljósi að jafnréttishugsjónin nái inn í stjórnun og ákvarðanatöku.
 • Fylgjast með framgangi jafnréttisverkefna innan skólans.
 • Halda uppi umræðu og fræðslu um jafnréttismál, og koma á framfæri hugmyndum sem stuðla að auknu jafnrétti.
 • Fylgjast með þróun jafnréttisumræðunnar og sækja jafnréttisþing.
 • Fylgja eftir kvörtunum og kærumálum sem varða jafnréttismál skólans og koma þeim í réttan farveg.

Jafnréttisvísar

Unnið skal markvisst að því að jafna fjölda kvenna og karla í nefndum og ráðum á vegum skólans. Þegar óskað er eftir tilnefningu í nefndir og ráð skal farið fram á að tekið sé mið af 15. grein jafnréttislaga sem segir að hlutfall kynjanna skuli vera jafnt og hlutfall þess kyns sem hallar á ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Þegar tilnefnt er í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skal tilnefna bæði karl og konu. Jafnréttisvísar eru teknir saman eins oft og þurfa þykir til að vinna að þessu markmiði.


Jafnréttisvísar Fjölbrautaskólanum við Ármúla

30.5.2019 18.3.2020 18.5.2021 19.9.2022
Yfirstjórn kk. (1) 17%
kvk (5) 83%
kk. (1) 17%
kvk. (5) 83%
kk. (1) 17%
kvk. (5) 83%
kk. (2) 29%
kvk (5) 71%
Kennslustjórar kk. (3) 43%
kvk. (4) 57%
kk. (3) 43%
kvk. (4) 57%
kk. (3) 43%
kvk. (4) 57%
 kk. (1) 17%
kvk. (5) 83%
Deildastjórar kk. (2) 22%
kvk. (7) 78%
kk. (2) 22%
kvk. (7) 78%
kk. (0) 0%
kvk. (9) 100%
kk. (1) 11%
kvk. (8)  89% 
Skólaráð kk. (3) 38%
kvk. (5) 62%
kk. (3) 43%
kvk. (4) 57%
----
----
kk. (1) 13%
kvk. (7) 87%
Skólanefnd kk. (2) 40%
kvk. (3) 60%
kk. (2) 40%
kvk. (3) 60%
kk. (2) 40%
kvk. (3) 60%
kk. (2) 40%
kvk. (3) 60%
Nemendaráð kk. (3) 43%
kvk. (4) 57%
kk. (1) 20%
kvk. (4) 80%
-----
-----
kk. 20%
kvk. 80%

Jafnréttisnefnd

Ekki starfandi kk. (2) 40%
kvk. (3) 60%
----
----
 
Dagskólanem. kk. 44%
kvk. 56%
kk. 41%
kvk. 59%
kk. 40%
kvk. 60%
kk. 45%
kvk. 65%
Fjarnámsnem. kk. 42%
kvk. 58%
kk. 43%
kvk. 57%
kk. 42%
kvk. 58%
kk. 38% 
kvk. 62%
Starfsmenn kk. 32%
kvk. 68%
kk. (35) 32%
kvk. (73) 68%
kk. (31) 29%
kvk. (75) 71%
kk. (32) 28% 
kvk. (82) 72%
Starfsmannafél. kk. (2) 33%
kvk. (4) 67%
kk. (2) 33%
kvk. (4) 67%
kk. (3) 50%
kvk. (3) 50%
kk. (3) 50%
kvk. (3) 50%
Síðast uppfært 22.9.2022