Heilsueflandi framhaldsskóli
Skólinn hefur gerst þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli sem er samstarfsverkefni Lýðheilsustofnunar, mennta-og menningarmálaráðuneytis, velferðarráðuneytis, Sambands íslenskra framhaldsskólanema (SÍF), Hagsmunaráðs íslenskra framhaldsskólanema (HÍF) og 23 framhaldsskóla í landinu. Hugmyndafræði verkefnisins felur í sér heildræna nálgun í forvarna-og heilsueflingarmálum, þar sem markmiðið er að hafa áhrif á viðhorf og tilfinningu nemenda fyrir heilbrigðu lífi og þátttöku þeirra í samfélaginu í nánum tengslum við nærumhverfi á hverjum stað. Meginþemu verkefnisins eru: næring, hreyfing, geðrækt og lífsstíll.
Skólinn mun marka sér 4 ára stefnu og semja aðgerðaráætlun þar sem hvert þema verður í brennidepli í eitt ár en að lokum ættu þessi 4 þemu að efla heilbrigðan lífsstíl nemenda. Nýtt mötuneyti við skólann hefur þegar haft jákvæð áhrif á mataræði og næringu nemenda og starfsfólks, því nú er boðið upp á heitan hádegisverð fimm daga vikunnar.
(Síðast uppfært 11.5.2011)