Fréttir

10.12.2019 : Próf hefjast að nýju

Próf við Fjölbrautaskólann við Ármúla verða með óbreyttu sniði á morgun, miðvikudaginn 11. desember.
Dagskólapróf kl. 8:30 og 11:00.
Fjarnámspróf kl. 13:30 og 16:00

Tests at FÁ will be as planned tomorrow; Wednesday December 11th. No tests will be cancelled because of weather.

Lesa meira

10.12.2019 : Próf og veðurspá

Próf þriðjudaginn 10. desember 2019

Próf í dagskóla verða með hefðbundnum hætti í dag; kl. 8:30 og 11:00.

Próf í fjarnámi verða kl. 13:30, en próf kl. 16:00 falla niður.

Frekari upplýsingar um nýjan próftíma fjarnáms og próf morgundagsins, miðvikudagsins 11. desember, verða settar inn eins fljótt og auðið er.

Lesa meira

4.12.2019 : Dimission

Stúdentsefni annarinnar dimiteruðu síðasta föstudag - klæddu sig upp sem fangar, skemmtu starfsfólki og nemendum í kaffihléi og þáðu svo veitingar á kennarastofunni.

Lesa meira

29.11.2019 : Vetrarvika FÁ

Í tilefni fallega vetrarveðursins og þess að framundan eru annarlok, vetrarsólstöður og jólahátíð var "Vetrarviku" fagnað í FÁ síðustu daga. Nemendafélagið bauð upp á hangikjöt og uppstúf, kakó og smákökur, jólabíó og popp, kahoot-keppni um alþjóðlegar vetrarhátíðir, piparkökuskreytingar, jólasveinaheimsókn, jólagjafir, jólatré og verðlaun fyrir bestu jólapeysuna. Nemendur halda því inn í síðustu kennsluviku ársins mettir og glaðir. 

Lesa meira

25.11.2019 : Nýtnivika Umhverfisráðs

Nemendur í Umhverfisráði FÁ héldu upp á "Nýtniviku" í síðustu viku og vöktu samnemendur sína til umhugsunar um náttúruvænni lífsstíl.

Lesa meira

20.11.2019 : Rokkað í hádeginu

Skólameistari, nemandi og kennarar af ýmsum toga hentu saman í skólahljómsveitina "Úff!" og skemmtu okkur hinum í hádegishléinu.
Það vantar aldrei rokkið í FÁ!

Lesa meira

18.11.2019 : Rætt um fantasíubókmenntir

Í tilefni Dags íslenskrar tungu um helgina kom til okkar í dag rithöfundurinn Alexander Dan og ræddi fantasíubókmenntir, sem eru vinsælar hjá stórum hópi ungra lesenda. Þar sem bækur hans hafa verið gefnar út á bæði íslensku og ensku varð úr áhugaverð umræða um þróun tungumálsins og hvort bóklestur á ensku ógni framtíð íslenskunnar.

Lesa meira

13.11.2019 : Opið fyrir umsóknir á vorönn

Nú er opið fyrir umsóknir í skólann á vorönn.

VIð hvetjum umsækjendur til að kynna sér vel inntökuskilyrði og dagsetningar umsóknartímabila á vef Menntagáttar.

https://www.fa.is/sk…/inntaka-i-skolann/umsokn-um-skolavist/

Lesa meira

4.11.2019 : Tónsmiðjan með hádegistónleika

Tónlistarstýra skólans, Lilja Dögg Gunnarsdóttir, kennir nú í fyrsta sinn tónsmiðju sem áfanga. Þar situr ungt og efnilegt tónlistarfólk, kynnir sér tónlistarsöguna og æfir söng og hljóðfæraleik. Þessi flotti hópur frumflutti fyrir samnemendur sína á frábærum hádegistónleikum í síðustu viku - vel valin lög frá tímabilinu 1950-70 Við bíðum spennt eftir næstu tónleikum!

Lesa meira

3.11.2019 : Jafnréttisfræðsla vikunnar

Hinseginfélag og femínistafélag skólans buðu upp á hádegisfyrirlestra í tilefni kynjajafnréttisvikunnar. Þar fengu nemendur áhugaverða fræðslu um t.d. samskipti og staðalímyndir kynjanna, mörk og virðingu, sjálfsmynd unglinga og málefni trans fólks.  

Lesa meira

1.11.2019 : Kynjajafnréttisvika FÁ 2019

Femínistafélag og Hinseginfélag FÁ taka sig saman og bjóða samnemendum, foreldrum og starfsfólki upp á fræðsluhádegi í næstu viku. 

Mánudaginn 4. nóvember mæta þau Andrea Marel og Kári Sigurðsson sem fyrirlesturinn "Fokk me-Fokk you". Hann snýst um sjálfsmynd, samfélagsmiðla og samskipti kynjanna. Á þriðjudag koma svo Sólborg Guðbrandsdóttir og Þorsteinn Einarsson með fyrirlesturinn "Karlmennskan og Fávitar" sem fjallar um mörk, samskipti og karlmennskuímyndir. Loks mætir fræðslustýra Samtakanna ´78, Sólveig Rós, og talar um hvað er að vera trans.

Öll velkomin!

Lesa meira

1.11.2019 : Hrekkjavökuteiti

Nemendaráð FÁ fagnaði allraheilagsmessu með pylsu- og nammiveislu, hryllingshúsi, spákonu, töframanni, búningasamkeppni og tónlist. 

Lesa meira

24.10.2019 : 4 daga haustfrí!

Í dag hefst haustfrí skólans en lokað verður bæði á morgun og mánudaginn. Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 29. október - sjáumst þá úthvíld og hress! 

Lesa meira

23.10.2019 : Ferðalag Alþjóðaráðs

Það var mikið stuð í dagsferð Alþjóðaráðs FÁ á dögunum en ráðið og viðburðir á vegum þess eru fyrir alla nemendur með áhuga á fjölmenningu og ferðalögum um íslenska náttúru. Upplagt að kíkja með í næsta ferðalag og eignast vini af alls kyns uppruna.

Lesa meira

23.10.2019 : Andri Snær í heimsókn

Nemendur FÁ láta sig aldrei vanta á fyrirlestra um umhverfismál, en mæting fór langt umfram sætaframboð þegar rithöfundurinn og náttúruverndarsinninn Andri Snær Magnason heimsótti skólann í dag. Framtíðin verður björt með þessi meðvituðu ungmenni í fararbroddi.

 

Lesa meira

16.10.2019 : Áfangaval fyrir vorönn 2020

Val fyrir næstu önn hefur nú opnast nemendum og er opið út 4. nóvember. Best er að ljúka valinu sem fyrst en hér má finna leiðbeiningar: https://www.fa.is/namid/val/

Umsjónarkennarar og námsráðgjafar eru til aðstoðar ef einhverjar spurningar vakna í sambandi við valið.

Lesa meira

30.9.2019 : Stjörnu-Sævar í heimsókn

Umsjónamaður sjónvarpsþáttanna “Hvað höfum við gert?”, Sævar Helgi Bragason (Stjörnu-Sævar), hélt fyrirlestur um umhverfismál í FÁ í dag. Nemendur létu sig ekki vanta heldur fylltu salinn.

Lesa meira

27.9.2019 : Forvarnavika í FÁ

Liðin vika var helguð fjölbreyttum forvörnum í FÁ - enda margir ólíkir þættir sem koma að heilbrigðu lífi framhaldsskólanema.

Við fengum til okkar frábæra fyrirlesara sem fjölluðu um misnotkun á vímuefnum, of lítinn svefn Íslendinga, forvarnir gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða, og tengsl sjálfsmyndar og kynheilsu. 

Þá stóð alla vikuna uppi bás þar sem meðlimir nemendaráðs tóku að sér sölu á varningi til styrktar nokkrum forvarnaverkefnum. Salan gekk vonum framar og nemendaráðið hlakkar til að afhenda Stígamótum, "Á allra vörum" og "Eitt líf" ágóða upp á 81.000 kr. 

Lesa meira

18.9.2019 : Dagur íslenskrar náttúru

Mánudagurinn 16. september var helgaður íslenskri náttúru og fagnaði Umhverfisráð FÁ þeim degi með nemendum og starfsfólki. Fólk var hvatt til að mæta í grænum fötum þann dag og skilja einkabílinn eftir heima. Þá komu Eyþór Eðvaldsson, stjórnarformaður Votlendissjóðsins, og Einar Bárðason, framkvæmdastjóri hans, í heimsókn í skólann. Eyþór hélt fyrirlestur um endurheimt votlendis og var dúndurmæting á erindið. Loks afhentu nemendur í Umhverfisráðinu sjóðnum peningagjöf en hluta hennar söfnuðu nemendur sjálfir með því að halda fatamarkað á Umhverfisdögum síðasta vor.

Við hvetjum áhugasama til að kynna sér Votlendissjóðinn og störf hans á https://votlendi.is/

Lesa meira

30.8.2019 : Nýnemadagurinn 2019

Okkar yngstu og nýjustu nemendur voru formlega boðnir velkomnir í skólann í dag. Svarta liðið bar sigur úr býtum í þrautakeppni á milli nýnemabekkja og vann sér inn bikar og bíómiða. Pylsur voru grillaðar í dásamlega veðrinu, undir tónum Bjarna töframanns, og nýnemar svo loks ferjaðir út í Viðey í leiki, pizzu og köku.

Lesa meira
Síða 1 af 5