Fréttir

11.12.2023 : Lokaverkefni í leikjahönnun

 

Í FÁ er hægt að velja spennandi áfanga tölvuleikjahönnun, TÖHÖ2LH05. Í þeim áfanga gerðu nemendur lokaverkefni og fengu þeir frjálsar hendur til að þróa sína eigin leikjahugmynd og búa til einfalda frummynd út frá þeirri hugmynd. 

Hægt er að sjá prófa frummyndirnar hér og sjá sýnishorn úr leikjunum hér.

Lesa meira

6.12.2023 : Annarlok - mikilvægar dagsetningar

 

Senn líður að ann­ar­lokum og viljum við því minna ykkur á nokkur mik­ilvæg atriði.

Síðasti kennslu­dagur er 8. des­ember en nánari upp­lýs­ingar um skipulag hvers áfanga má finna á Innu.

11. desember - Sjúkrapróf

13. desember - Einkunnir birtast í Innu.

13.desember - Prófsýning kl. 12:00 – 13:00.

14. desember - Upptökupróf fyrir útskriftarefni kl. 9:00 - 11:00.

15. desember - Æfing fyrir útskrift kl. 16:30

16. desember - Útskrift kl. 13:00

 

Lesa meira

26.11.2023 : FÁ sigrar nýsköpunarhraðalinn MEMA 2023

Fjölbrautaskólinn við Ármúla sigraði MEMA 2023, nýsköpunarhraðall framhaldsskólanna, á árlegri verðlaunahátíð hraðalsins sem haldin var í Háskóla Íslands föstudaginn, 24. nóvember.

Það var teymið “Six Flips” sem sigruðu en þau uppgötvuðu það að uggar og sporðar væru alla jafna fargað í veiðum og framleiðslu. Þetta efni vildu þau nýta.

Hugmyndin gengur út á að nýta ugga og sporða á fiskum sem er alla jafna fargað á veiðum og við framleiðslu á fiskafurðum. Eftir mikið tilraunastarf og náðu þau að þróa snakk úr uggunum sem er mjög næringarríkt en samt bragðgott. Snakkið er sérstaklega hugsað fyrir ungt fólk með ADHD eða á einhverfurófi sem sem forðast oft fisk vegna áferðarinnar. Þetta prófuðu þau sérstaklega meðal samnemanda og rann fiskurinn ljúflega niður hjá hópnum. Varan er næringarrík og bætir því næringar inntöku þessa hóps. Þetta er því mjög mikilvæg lausn þar sem hún dregur úr brottkasti á hafi, matarsóun og eykur fjölbreytni í fæðu hjá ungu fólki.

Lesa meira.

Lesa meira

23.11.2023 : Innritun í dagskóla á vorönn 2024 stendur yfir

Innritun vegna náms á vorönn 2024 stendur yfir til 30. nóvember. Á heimasíðu skólans má finna allar upplýsingar um námið s.s. áfanga og brautir.

Innritun fer fram á Menntagátt.

Lesa meira

21.11.2023 : Námsmatsdagur fimmtudaginn 23. nóvember

 

Fimmtudaginn 23. nóvember er námsmatsdagur í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Engin formleg starfsemi verður í skólanum þennan dag en einhverjir kennarar kalla á nemendur sína í próf eða verkefni.

Full kennsla verður á Sérnámsbraut skólans.

Skrifstofa skólans verður lokuð.

 

Lesa meira

20.11.2023 : Styrktartónleikar Tónsmiðjunnar

 

Í síðustu viku fóru fram nemendatónleikar hjá nemendum í Tónsmiðju skólans. Á efnisskránni var fjölbreytt tónlist og voru margir nemendur í Tónsmiðjunni að stíga á stokk í fyrsta skiptið. Það má með sanni segja að tónleikarnir voru virkilega vel heppnaðir, allir nemendur stóðu sig frábærlega og var góð stemning í salnum. Frábært tækifæri fyrir þessa nemendur að koma fram og fyrir aðstandendur og gesti að sjá það flotta starf sem fram fer í Tónsmiðju skólans.

Starfsmannahljómsveitin ÚFF flutti einnig nokkur lög við mikinn fögnuð gesta og bauð nemendafélagið upp á kakó og smákökur.

Lesa meira.

Lesa meira

17.11.2023 : Ísan-kennarar á Bessastöðum

Í gær, á degi íslenskar tungu var hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Efnt var til móttöku fyrir fulltrúa Ísbrúar, félags kennara sem kenna íslensku sem annað tungumál og afhenti forseti Þorbjörgu Halldórsdóttur, formanni Ísbrúar, þakkarskjal. Við í FÁ eigum tvo fulltrúa í þeim hópi en það eru þær Sigrún Eiríksdóttir (þriðja frá hægri) og Sigrún Gunnarsdóttir (lengst til hægri).

Lesa meira

15.11.2023 : Styrktartónleikar tónsmiðju FÁ

Nemendur í tónsmiðju Fjölbrautaskólans við Ármúla ætla að halda tónleika fimmtudagskvöldið næsta, 16. nóvember kl 20:00. Tónleikarnir fara fram í matsal skólans.

Á efnisskránni verður fjölbreytt tónlist og eru margir í tónsmiðju að stíga á stokk í fyrsta sinn. Starfsmannahljómsveitin ÚFF mun einnig flytja nokkur lög.

Nemendaráðið mun bjóða upp á heitt kakó og smákökur.

Tónleikarnir eru styrktartónleikar og mun allur ágóði renna til PIETA samtakanna.

Einungis 500 krónur kostar inn og það er nóg að mæta og kaupa miða við inngang (AUR, peningur og millifærsla í boði).

Okkur þætti vænt um að sjá sem flesta til að styðja við þetta flotta unga tónlistarfólk sem hefur undanfarna vikur unnið að þessari stund.

Verið öll hjartanlega velkomin

Lesa meira

19.10.2023 : Áfangaval vorönn 2024

Búið er að opna fyrir val á vorönn 2024. Nemendur þurfa að velja áfanga fyrir vorönn eigi síðar en 3. nóvember næstkomandi.

Með því að velja áfanga sækir nemandi um skólavist fyrir vorönn.

Nemendur velja í gegnum Innu. Nánari upplýsingar hér

Hér má sjá alla þá áfanga sem í boði eru í FÁ. 

Hér er skemmtileg síða með áhugaverðum valáföngum.

Umsjónarkennarar og námsráðgjafar eru til aðstoðar ef einhverjar spurningar vakna í sambandi við valið.

Lesa meira

19.10.2023 : Námsmatsdagur og haustfrí

Föstudaginn 20. október er námsmatsdagur í Fjölbrautaskólanum við Ármúla og á mánudaginn 23. október og þriðjudaginn 24. október er haustfrí. 

Engin formleg starfsemi verður í skólanum þessa daga og skrifstofa skólans verður jafnframt lokuð.

Lesa meira

16.10.2023 : Nemendafélag FÁ

 

Í FÁ er starfrækt öflugt nemendafélag, NFFÁ. Nemendafélagið er áfangi á öðru þrepi og geta allir áhugasamir skráð sig í áfangann og fengið feiningar fyrir vinnu sína þar. NFFÁ stendur fyrir ýmsum fjölbreyttum viðburðum yfir veturinn, stórum jafnt sem smáum, sem höfða til allra nemenda og er mikil áhersla lögð á það að skapa góðan skólaanda og vera með allskyns uppákomur yfir skóladaginn.

Í vetur eru 5 flottar stelpur í stjórn nemendafélagsins. Það eru þær Melkorka Rut varaforseti, Layan hagsmuna- og jafnréttisfulltrúi, Sara Jóhanna forseti, Ágústa Rós markaðsfulltrúi og Snædís Hekla gjaldkeri.

Hér er hægt að lesa meira um félagslífið í FÁ.

Lesa meira

13.10.2023 : FÁ hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2023

 

FÁ hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2023, við hátíðlega athöfn sem haldin var í gær 12. október. Jafnvægisvogin, hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), hélt ráðstefnuna “Við töpum öll á einsleitninni - Jafnrétti er ákvörðun” og þar kynnti Eliza Reid viðurkenningarhafa Jafnvægisvogarinnar.

Jafnvægisvogina fá þau fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir sem hafa náð að jafna kynjahlutfall í framkvæmdastjórnum. Þátttakendur í Jafnvægisvoginni eru 239 talsins og fengu 89 þátttakendur viðurkenningu, 56 fyrirtæki, 11 sveitarfélög og 22 opinberir aðilar. FÁ er þar á meðal.

Jafnvægisvogin heldur úti mælaborði með tölfræðilegum upplýsingum um jafnrétti. Þar koma fram helstu upplýsingar um stöðu kynjanna í íslensku atvinnulífi, m.a. kynjahlutföll stofnenda fyrirtækja, framkvæmdastjóra og stjórna.

Við í FÁ erum afar ánægð og stolt með að vera í hópi þeirra flottu fyrirtækja sem hlutu Jafnvægisvogina í ár og það skiptir okkur máli.

 

Lesa meira

11.10.2023 : Nemar í viðskiptalögfræði FÁ heimsóttu Fangelsismálastofnun

 

Nemendur í viðskiptalögfræði skólans fóru í heimsókn í Fangelsismálastofnun sem sér um fullnustu refsinga og önnur verkefni í samræmi við ákvæði laga um fullnustu refsingar. Erla Kristín Ásgeirsdóttir lögfræðingur og staðgengill forstjóra tók á móti hópnum og hélt fyrirlestur um hlutverk, starfsemi og málefnalega hugmyndafræði stofnunarinnar.

Áherslur Fangelsismálastofnunar snúast umfram allt um betrun sem skilar brotamönnum í ríkari mæli aftur út í samfélagið sem friðsömum og gagnlegum borgurum.

Aðspurðir um ferðina nefndu nemendur að vettvangsferðin hefði opnað augu þeirra gagnvart mikilvægi betrunar og samkenndar í málaflokki brotamanna og töldu mikilvægt að falla ekki í gryfju múgæsings og refsigirni.

 

Lesa meira

6.10.2023 : Skólafundur og fyrirlestur

Í gær, fimmtudaginn 5. október var haldinn skólafundur í FÁ. En hér í FÁ er haldinn skólafundur einu sinni á ári. Þá er kennsla felld niður og nemendur og starfsfólk skólans ræða um mikilvæg mál er varða skólann. Þetta er mikilvægur lýðræðislegur vettvangur fyrir nemendur skólans til að koma sínum málefnum á framfæri.Í þetta skiptið settu nemendur sig í hlutverk skólameistara FÁ í einn dag og fengu þá tækifæri til að breyta og bæta skólann eins og þau vildu m.a. varðandi kennslu, námsmat, aðstöðu, félagslíf og fleira. Niðurstöðum var síðan skilað til stjórnenda og verður unnið úr þeim á næstu dögum. Það verður spennandi að sjá hvað nemendur vilja leggja áherslu á í skólastarfinu.
Að loknum skólafundi fóru nemendur í matsalinn þar sem Pálmar Ragnarsson fyrirlestari og körfuboltaþjálfari var með áhugavert erindi um jákvæð samskipti. Vel var mætt og var virkilega gaman að hlusta á hann Pálmar.

Lesa meira

27.9.2023 : Umhverfisfræði á Þingvöllum

Nemendur í umhverfisfræði fóru í heimsókn í þjóðgarðinn á Þingvöllum en þau eru um þessar mundir að læra um náttúruverndarlög og friðlýst svæði. Þar tók Torfi Stefán Jónsson, fyrrum sögukennari í FÁ og núverandi fræðslufulltrúi á Þingvöllum, á móti nemendum og fengu þau fræðandi og skemmtilega leiðsögn um svæðið.

Lesa meira

25.9.2023 : Spiluðu tölvuleik í sögu

 

Um 100 nemendur Fjölbrautaskólans við Ármúla skelltu sér til Forn-Egyptalands á dögunum og skoðuðu meðal annars Pýramídann mikla, Vitann í Faros og borgina Alexandríu á leið sinni um landið. Ferðalagið átti sér stað í nýju tölvustofu skólans þar sem tölvuleikurinn Assassin's Creed var spilaður í sögutíma. Í Assassin’s Creed tölvuleikjaseríunni ferðast söguhetja leiksins aftur í tímann og heimsækir sögufræga staði í Egyptalandi, Grikklandi, Bretlandi og víðar.

Ferð nemenda hófst í Alexandríu þar sem hópurinn fékk einkaleiðsögn um borgina og síðar um pýramídana. Að því loknu fengu nemendur frjálsan tíma til að skoða sig um svæðið og taka myndir af því sem fangaði augu þeirra. Eins og sjá má á myndunum var margt á sjá og ferðin svo sannarlega eftirminnileg.

Verkefnið er samstarfsverkefni sögukennara og tölvuleikjakennara skólans.

Myndir: Skjáskot úr tölvuleiknum Discovery Tour by Assassin's Creed: Ancient Egypt (2018)

Fleiri myndir má sjá á Facebook síðu skólans .

 

Lesa meira

15.9.2023 : Hverfið mitt - lóðin við FÁ

 

Kosning í Hverfið mitt er hafin á Hverfidmitt.is en lóð skólans er ein af þeim hugmyndum sem settar eru þar fram undir heitinu: Styrkja græna svæðið við FÁ.

Hönnun svæðisins hefur ekki átt sér stað sem felur í sér ótal tækifæri fyrir þetta áhugaverða svæði sem er að hluta til lóð FÁ en jafnframt að stórum hluta borgarland Reykjavíkur. Þetta svæði gæti orðið lyftistöng fyrir skólana á svæðinu og allt nærumhverfið. Sleðabrekka yrði sterkt aðdráttarafl á veturna en hægt væri að auki að gera svæðið aðlaðandi fyrir gesti og gangandi með t.d. bekkjum og útigrilli.

Kosningin er rafræn og stendur yfir í tvær vikur, til miðnættis 28. september. Það er einfalt að kjósa og tekur ekki nema örfáar mínútur. Við hvetjum alla til að kjósa:

https://kosning2023.reykjavik.is/area-ballot/5

 

Lesa meira

31.8.2023 : Nýnemaferð á Akranes

Nýnemaferð Fjölbrautaskólans við Ármúla var farin í gær, miðvikudaginn 31. ágúst. Frábær ferð í alla staði sem Nemendafélag skólans og félagsmálafulltrúi skipulögðu. Farið var með rúmlega 200 nýnema upp á Akranes þar sem við áttum góða stund í Garðalundi, skógræktarsvæði Akraness, en þar er frábær aðstaða til útiveru og leikja. Þar tóku á móti okkur vanir menn sem sáu um leiki og hópefli fyrir þennan stóra og flotta hóp. Síðan voru grillaðar pylsur, nemendur fengu gos og Prins póló og léku sér svo í allskyns leikjum og spjölluðu saman. Dagskráin endaði síðan á skemmtilegum hópdansi.

Frábær hópur nýnema þetta árið sem voru til fyrirmyndar í ferðinni og hlökkum við til að kynnast þeim betur í vetur.

Á Facebook síðu skólans má svo sjá fullt af myndum úr ferðinni.

Lesa meira

28.8.2023 : Kynningarfundur fyrir forráðamenn nýnema

Kynningarfundur fyrir foreldra/forráðamenn nýnema í Fjölbrautaskólanum við Ármúla verður haldinn þriðjudaginn 29.ágúst kl. 17.00. Á fundinum verður farið yfir starfsemi skólans, þeirri þjónustu sem er í boði, námsvefjunum Innu og Moodle, félagslífi og fleiru. Fundurinn verður haldinn í fyrirlestrarsal skólans, en þeir sem kjósa að fá kynningu á ensku mæta í stofu A-101. Áætlað er að fundurinn taki u.þ.b. 80 mínútur.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!

English below.

Read more:

Lesa meira

24.8.2023 : Skráning í fjarnám stendur yfir

Innritun í fjarnám við FÁ er í fullum gangi og stendur til 3. september. Önnin hefst síðan 6.september og þann sama dag verða aðgangsorð send út.

Lokaprófin eru 27. nóvember – 11.desember og próftaflan verður birt 11. október.

Nánari upplýsingar um fjarnámið má sjá hér .

Fjölbreytt úrval kjarna- og valáfanga er í boði á haustönninni og hvetjum við alla til að kynna sér námsframboðið hér.

Skráning hér.

Lesa meira
Síða 1 af 5