4.5.16. Tanntæknabraut

Nám á tanntæknabraut er viðurkennt starfsnám sem veitir löggild starfsréttindi. Nám á tanntæknabraut tekur að jafnaði fimm annir. Brautin er 89 einingar og skiptist í bóklegt nám og verklegt nám. Bóklega námið er 57 einingar og skiptist í almenna áfanga, heilbrigðisgreinar og sérgreinar tanntæknabrautar. Verklega námið sem tekur tvær annir fer fram við tannlæknadeild Háskóla Íslands. Eftir og/eða samhliða tanntæknanámi er hægt að ljúka viðbótarnámi til stúdentsprófs, sem tekur að meðaltali 3 annir til viðbótar. Inntökuskilyrði í tanntæknanám er grunnskólapróf.

Nánari upplýsingar og brautarlýsing eru á vefsíðu tanntæknabrautar.


(Síðast uppfært 2.11.2012)