5.2. Sjálfsmat

Markmið mats og eftirlits með gæðum starfs í framhaldsskólum er að auka gæði náms og skólastarfs og stuðla að umbótum, veita upplýsingar um skólastarf, árangur þess og þróun til fræðsluyfirvalda, starfsfólks framhaldsskóla, viðtökuskóla, atvinnulífs, foreldra og nemenda, tryggja að réttindi nemenda séu virt og að þeir fái þá þjónustu sem þeir eiga rétt á samkvæmt lögum og tryggja að starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrár framhaldsskóla.

Mat á skólastarfi í framhaldsskóla er tvíþætt: Annars vegar er um að ræða mat sem skólar framkvæma sjálfir og er hér kallað innra mat. Hins vegar er um að ræða mat sem utanaðkomandi aðili vinnur á vegum ráðuneytis mennta- og menningarmála eða annarra aðila og er nefnt ytra mat.

Innra mati er ætlað að veita upplýsingar um starfshætti framhaldsskólans, stuðla að umbótum og auknum gæðum og vera liður í þróun skólastarfs. Virkt innra mat skal samofið annarri starfsemi skólans og skal skapa forsendur fyrir markvissu mati á árangri og leiðum að markmiðum skólans. Innra mat skal vera umbótamiðað og ná til allra helstu þátta skólastarfsins. Það skal stuðla að aukinni vitund um mikilvægi gæða í öllu starfi.

Hver framhaldsskóli metur með kerfisbundnum hætti árangur og gæði skólastarfs á grundvelli 40. gr. laga um framhaldsskóla (lög nr. 92, 2008) með virkri þátttöku starfsmanna, nemenda og foreldra eftir því sem við á. Framhaldsskóli birtir opinberlega upplýsingar um innra mat sitt, tengsl þess við skólanámskrá og áætlanir um umbætur.

Á sjálfsmatssíðu má m.a. finna verkáætlun, sjálfsmatsskýrslur síðustu ára og niðurstöður ytra mats.
Smelltu á krækjurnar til að fara á viðkomandi síðu.


(Síðast uppfært 19.6.2020)