Brautarlýsing

Sérnámsbraut FÁ er fjögurra ára námsbraut fyrir nemendur sem hafa haft aðlagað námsefni í grunnskóla eða  stundað nám við sérskóla.

Námið skiptist í tvær annir á hverju skólaári og er kennt eftir skóladagatali skólans.

Hlutverk og markmið brautarinnar er að nemendur fái tækifæri til að stunda nám við hæfi innan félagsheildar fjölbrautaskóla til að viðhalda og auka þekkingu sína og færni til að takast á við viðfangsefni daglegs lífs

Kennslan er byggð á námsáætlunum fyrir nemendahópa og / eða einstaklinga sem byggir annars vegar á námskránni og hins vegar á upplýsingum um þarfir nemenda og óskir og mati á stöðu þeirra í námi.

Nemendum er að miklu leyti  kennt saman en þar sem því verður viðkomið sækja þeir nám í einstök fög þar sem námsefnið er aðlagað ef þess er þörf.

Lögð er áhersla á að nemendur á brautinni einangrist ekki heldur séu þeir hluti af skólaheildinni. Meðal annars með því að þeir séu sem sýnilegastir í skólaumhverfinu og taki sem virkastan þátt í félagslífi á skólatíma. Leitað er eftir samstarfi við aðra kennara skólans um að þeir hafi opinn hug fyrir möguleikum á þátttöku nemenda í almennum námsgreinum.

 

Nemendur eru   34 skólaárið 2021-2022

Kennslustjóri:

Pálmi Vilhjálmsson stofa S105

Kennarar:

Hlynur Áskelsson stofa S204

Ingigerður Stefánsdóttir stofa  M103

Jóhanna Sturlaugsdóttir stofa  M103

Sigríður Guðný Sverrisdóttir stofa S105

Finnbjörn Benónýsson stofur S105 og M105

Þroskaþjálfar:

Dóra Ingimarsdóttir  stofa  S107

Rakel Hrund Ágústsdóttir  stofa S 105 

Þorgerður Þorvaldsdóttir stofa    S107

Marta María Vidó stofa S105

Sólveig Magnúsdóttir stofa S107

Stuðningsfulltrúar:

Beata Czarnecki

Berglind María Hallgrímsdóttir

Helga Olgeirsdóttir

Hrefna Lind Pálmadóttir

Jón Ingi Jónsson

Patrycja Turowska

Rosana Valle Tamés

Valdimar Elí Kristjánsson

Tinna Rut Róbertsdóttir 

Sími  á skrifstofu FÁ er 5258800. Gefið er samband inn í stofur til umsjónarkennara.

Vinsamlegast tilkynnið veikindi í síma 5258800  strax að morgni.

 

Pálmi Vilhjálmsson:  8620684

 

Kennslustundafjöldi er um 30 kennslustundir á viku. Nokkrir nemendur taka próf í almennum áföngum og aðrir inn á stofum sérnámsbrautar.  

  

(Síðast uppfært 31.12.2016)