Mat á skólastarfinu

Samkvæmt lögum um framhaldsskóla (nr. 92/2008) er markmið mats og eftirlits með gæðum starfs í framhaldsskólum að:

  • veita upplýsingar um skólastarf, árangur þess og þróun til fræðsluyfirvalda, starfsfólks framhaldsskóla, viðtökuskóla, atvinnulífs, foreldra og nemenda,
  • starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrár framhaldsskóla,
  • auka gæði náms og skólastarfs og stuðla að umbótum,
  • tryggja að réttindi nemenda séu virt og að þeir fái þá þjónustu sem þeir eiga rétt á samkvæmt lögum.

Mat á skólastarfi í framhaldsskóla er tvíþætt: Annars vegar er um að ræða innra mat sem skólar framkvæma sjálfir. Hins vegar er um að ræða ytra mat sem utanaðkomandi aðili vinnur á vegum ráðuneytis mennta- og menningarmála eða annarra aðila.

Í reglugerð um mat og eftirlit í framhaldsskólum (700/2010) er innra mat skilgreint:

  • Hver framhaldsskóli skal með kerfisbundnum hætti meta árangur og gæði skólastarfsins. Virkt innra mat skal samofið annarri starfsemi skóla og skal skapa forsendur fyrir markvissu mati á árangri og leiðum að markmiðum skóla. Innra mat skal vera umbótamiðað og ná til allra helstu þátta skólastarfsins. Það skal stuðla að aukinni vitund um mikilvægi gæða í öllu starfi.
  • Tryggja skal virka þátttöku starfsmanna, foreldra, nemenda og skólaráðs í innra mati, eftir því sem við á. Innra mat skal byggja á fjölbreyttum gögnum sem taka mið af viðfangsefnum hverju sinni.
  • Framhaldsskólar skulu birta opinberlega og á aðgengilegan hátt, á heimasíðu sinni eða með öðrum hætti, upplýsingar um framkvæmd innra mats, helstu niðurstöður og umbótaáætlun. Einnig skal gera grein fyrir tengslum matsins við skólanámskrá og stefnu skólans.
  • Nánari viðmið um innra mat eru sett í aðalnámskrá framhaldsskóla.

Mennta- og menningarmálaráðuneyti annast reglubundið eftirlit og ytra mat á gæðum skólastarfs í framhaldsskólum. Eftirlitið og matið fara fram með öflun, greiningu og miðlun upplýsinga um skólahald, úttektum, könnunum og rannsóknum. Smelltu á krækjuna til að lesa nánar um ytra mat og sjá niðurstöður úttektar á starfsemi skólans.

Verk- og framkvæmdaáætlun innra mats

Gæðastjóri skólans er ábyrgur fyrir innra mati og hefur yfirumsjón með skipulagi þess og framkvæmd.
Í verk- og framkvæmdaáætlun eru tilgreindar áætlaðar aðgerðir eins og úttektir, kannanir o.fl. til næstu ára.

 

 

Niðurstöður sjálfsmats

Skólinn birtir niðurstöður sjálfsmats á heimasíðu skólans undir liðnum Skólinn - Sjálfsmat. Niðurstöðum er ætlað að draga fram sterkar hliðar og veikar í skólastarfinu og meginatriði í þeim viðhorfum sem fram koma í könnunum.
Á grundvelli niðurstöðu í þessum könnunum verður og hefur verið gripið til aðgerða. Í sjálfsmatsskýrslu er gert grein fyrir niðurstöðunum og tillögur til úrbóta gerðar.

 

 

(Síðast uppfært 26.9.2022)