9.3. Siðareglur

Nemendur, kennarar og starfsfólk

  • standa vörð um heiður og orðspor skólans
  • sýna öllu samferðafólki virðingu í hvívetna.
  • Hafa réttlæti, heiðarleika og umburðarlyndi að leiðarljósi.
  • leitast við að skapa aðstæður sem stuðla að öryggi og vellíðan.
  • leitast við að skapa umhverfi þar sem allir fá tækifæri til að tjá skoðanir sínar og þroska hæfileika sína.
  • leggja jafnrétti til grundvallar í öllum samskiptum.
  • gæta  þagmælsku um málefni nemenda og forráðamanna.
Kennarar hafa enn fremur að leiðarljósi siðareglur kennara sem Kennarasamband Íslands hefur gefið út. Smelltu hér til að skoða siðareglur kennara.

Skólinn fer með persónulegar upplýsingar um nemendur í samræmi við ákvæði laga nr.121/189 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga og ákvæði upplýsingalaga nr.59/1996.(Síðast uppfært 18.10.2021)