Þjónustutæknabrú

Þjónustutæknar – brúarnám – ÞT22

Þjónustutækna-brú er ætluð fullorðnu fólki sem óskar eftir að fá metna starfsreynslu og óformlegt nám til styttingar náms á þjónustutæknabraut. Skilyrði til innritunar í nám á þjónustutæknabrú eru að umsækjandi sé orðinn 20 ára og framvísi staðfestingu frá vinnuveitanda um að hann hafi a.m.k. 2 ára starfsreynslu og starfi enn við þau störf sem falla undir þjónustutæknastörf. Auk þess þarf viðkomandi að hafa lokið starfstengdum námskeiðum á vegum stéttarfélaga eða stofnana/fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu sem hafa það að markmiði að auka kunnáttu og færni í starfi.

Skólameistari ber ábyrgð á mati á fyrra námi í samræmi við ákvæði í aðalnámskrá framhaldsskóla, almennum hluta. Mælt er með þeirri viðmiðun að námskeið og starfsreynsla í starfi þjónustutækna virki á þann hátt að nemendur fái fyrst og fremst metna áfanga sem eru merktir með stjörnu (*) í yfirlitinu hér fyrir neðan. Enn fremur er gert ráð fyrir að starfsreynsla sem fellur vel að markmiðum brautarinnar verði metin sem ígildi vinnustaðanáms að hluta, allt að 25 - 30 einingum eftir atvikum.

Sá sem lokið hefur þjónustutæknanámi af brú með fullnægjandi árangri hefur lokið fullgildu námi þjónustutækna enda þótt viðkomandi hafi ekki lokið almennum greinum brautarinnar samkvæmt aðalnámskrá. Sá hinn sami kann hins vegar að þurfa að ljúka því námi til að geta stundað framhalds- eða viðbótarnám að loknu námi af brúarleið.

 

Heilbrigðis- og sérgreinar 49 ein
Gæði, öryggi og rekjanleiki GÆÖR2RE05 5 ein
Heilbrigðisfræði* HBFR1HH05 5 ein
Líkamsbeiting LÍBE1HB01 1 ein
Samskipti* SASK2SS05 5 ein
Sálfræði* SÁLF1SD05 5 ein
Siðfræði SIÐF2SF05 5 ein
Skyndihjálp SKYN2EÁ01 1 ein
Sýklafræði SÝKL2SS05 5 ein
Starfsumhverfi heilbrigðisstofnana 5 ein
Umhverfisfræði UMHV1SJ05 5 ein
Vinnan og vinnumarkaðurinn* VIMA1RS01 1 ein
Þjónustutæknir, kynning* ÞTÆK1KY01 1 ein
Þjónustutæknir, starf ÞTÆK3ÞF05 5 ein
Vinnustaðanám: 40 ein
Vinnustaðanám (ferilb. 24 vikur)*að hluta 40 ein