7.3. Sérnámsbraut

Kennsla á sérnámsbraut fer fram í þremur almennum kennslustofum og á fyrstu hæð í suðurrálmu. Þar eru tvær sérhæfðar kennslustofur þar sem aðstaðan er sniðin að þörfum nemenda. Einnig hafa nemendur og starfsfólk aðgang að minni rýmum þar sem hægt er að vera með nemendur eina og sér, t.d. í skynörvunarherbergi. Í sama rými er eldhúsaðstaða fyrir heimilisfræðikennslu, almennt rými fyrir starfsfólk og nemendur og vinnuherbergi fyrir starfsfólk. Auk þess eru búningsklefar með lyftibúnaði og lítil sundlaug sem er notuð fyrir þjálfun nemenda.

Sundlaug sérnámsbrautar


(Síðast uppfært 6.10.2022)