3.11. Umhverfis- og samgöngustefna

Umhverfisstefna

FÁ hefur um árabil verið leiðandi meðal íslenskra framhaldsskóla í umhverfisstarfi enda fyrstur þeirra til að hljóta Grænfánann árið 2006. Markmið skólans er að vera áfram í fararbroddi á sviði umhverfismála og taka ný skref fram á við á hverju ári. Annars vegar mun áhersla verða lögð á að rekstur skólans og daglegt líf innan hans verði með vistvænum hætti. Hins vegar verður kappkostað að styrkja gildismat og viðhorf nemenda og starfsfólks til verndunar náttúrunnar og umhverfisvæns lífsstíls.

Smelltu á krækjuna til að fara á umhverfissíðuna

Samgöngustefna

Í umhverfisstefnu skólans er annars vegar lögð áhersla á vistvæna starfshætti og hins vegar þróun gildismats og viðhorfs nemenda og starfsmanna í átt að aukinni náttúruvernd. Til að stuðla að lífsstíl í samræmi við hið síðarnefnda hefur skólinn sett sér samgöngustefnu. Markmið skólans er að auka vitund nemenda og starfsmanna um þau áhrif sem samgöngumáti þeirra hefur á umhverfið og heilsuna í samræmi við markmið heilsueflandi framhaldsskóla. Skólinn mun standa að fræðslu og kynningum á ýmsum heppilegum valkostum sem lúta að umhverfisvænum samgöngumáta.

Smelltu á krækjuna til að lesa nánar um samgönguáætlun skólans. 


(Síðast uppfært 9.6.2021)