LÍN - námslán og jöfnunarstyrkur

Nemendur geta sótt um jöfnunarstyrk þegar þeir stunda nám fjarri lögheimili og fjölskyldu og um námsstyrk fyrir iðn- og starfsnám.

Jöfnunarstyrkur (dreifbýlisstyrkur) er styrkur fyrir nemendur sem stunda nám á framhaldsskólastigi fjarri lögheimili og fjölskyldu. Lögheimili má ekki vera í nágrenni við skóla en nánari skýringar er að finna á síðunni "Svæði í nágrenni skóla". Námið verður að vera að lágmarki eins árs skipulagt nám við skóla sem fellur undir lög um framhaldsskóla/menntaskóla.

Lánshæft sérnám á Íslandi er löggilt iðnnám og annað a.m.k. eins árs starfsnám á framhaldsskólastigi sem hlotið hefur staðfestingu ráðherra. Styrkhæft starfsnám er m.a. heilsunudd (1. misserið), lyfjatæknabraut (almenna aðfaranámið), læknaritarabraut (starfsnámið), sjúkraliðabraut (1. og 2. misserið) og tanntæknabraut (1. misserið).

Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is.

upplýsingar um lánshæft iðn - og starfsnám og alla skóla til að setja inn upplýsingar um jöfnunarstyrk


(Síðast uppfært 20.11.2017)