Íþrótta- og heilbrigðisbraut

Íþrótta- og heilbrigðisbraut er 200 eininga námsbraut sem lýkur með stúdentsprófi. Brautinni er ætlað að veita nemendum fjölbreytta menntun á sviði íþrótta-, þjálfunar- og heilbrigðisfræða auk kjarnagreina. Nemendur sem útskrifast af brautinni eiga að hafa góðan grunn til að taka að sér aðstoðarþjálfarastörf hjá yngri flokkum íþróttafélaga og ýmsum félagasamtökum sem vinna að íþróttamálum auk þess að vera undirbúnir fyrir frekara nám í íþróttakennslu- og heilbrigðisfræðum.

Nákvæm brautarlýsing er á námskrá.is .

Smelltu á viðkomandi krækju hér fyrir neðan til að opna brautarlýsingu.

  Íþrótta- og heilbrigðisbraut (skv. nýrri námskrá)
Excel / PDF
 

 

 

(Síðast uppfært 18.2.2020)