4.5.13. Námsbraut fyrir sótthreinsitækna

Námsbraut fyrir sótthreinsitækna, á starfsmenntabrautum framhaldsskóla er ætlað að svara þörf fyrir sérhæft starfsfólk á heilbrigðisstofnunum og hjá fyrirtækjum í heilbrigðisþjónustu.

Námið miðar að því að þjálfa færni og hæfni nemenda til þess að standast kröfur heilbrigðisþjónustunnar um nákvæmni, áreiðanleika og fagleg vinnubrögð. Lögð er áhersla á tengingu við grunnþætti menntunar, það er að segja, læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnréttindi og sköpun við uppbyggingu náms fyrir sótthreinsitækna.  Námið á að veita nemendum almenna þekkingu í bóklegum og verklegum greinum með áherslu á góða kunnáttu í sérgreinum, samskiptahæfni og þekkingu í heilbrigðisgreinum. Námi á braut fyrir sótthreinsitækna er ætlað að búa nemendur undir störf innan heilbrigðisstofnana og fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu.

Nánari upplýsingar og brautarlýsing eru á vefsíðu námsbrautar fyrir sótthreinsitækna.(Síðast uppfært 5.2.2016)