9.4. Skemmtanir og ferðalög á vegum skólans

Í Fjölbrautaskólanum við Ármúla er rekið öflugt félagslíf og lögð er mikil áhersla á að nemendur séu skólanum til sóma í hvívetna.

Um ferðalög

  • Öll ferðalög á vegum skólans með nemendur eru á ábyrgð skólameistara.
  • Fararstjórn skal skipuð og í henni eru starfsmenn sem fara í ferðina og fulltrúar nemenda. Farastjórnin fer yfir dagskrá ferðarinnar og samþykkir hana. Reikna skal með einum starfsmanni fyrir hverja tuttugu nemendur eða byrjaða tuttugu.
  • Í ferðalögum á vegum skólans gilda sömu umgengnis- og hegðunarreglur og í skólanum sjálfum. Einnig sömu viðurlög og við brotum á reglum skólans.
  • Ferðir með nemendur eru einungis auglýstar í skólanum og eru aðeins fyrir nemendur hans.
  • Meðferð áfengis og annarra vímuefna er bönnuð í ferðum á vegum skólans. Um tóbak gilda reglur skólans, landslög og reglur á hverjum stað.
  • Brjóti nemandi reglur í ferðalagi á vegum skólans skal foreldri/forráðamanni boðið að sækja hann eða farastjórn sendir hann heim á kostnað foreldra/forráðamanna. Ef nemandi veldur skemmdum er hann bótaskyldur.

 Um skemmtanir

  • Allar skemmtanir á vegum skólans eru á ábyrgð skólameistara.
  • Á skemmtunum gilda sömu umgengnis- og hegðunarreglur og í skólanum sjálfum. Einnig sömu viðurlög við brotum á reglum skólans.Ef nemandi veldur skemmdum er hann bótaskyldur.
  • Meðferð áfengis, tóbaks og annarra vímuefna eru bönnuð.
  • Sé nemandi grunaður um ölvun getur hann afsannað það með því að blása í áfengismæli. Ef ölvun mælist eða nemandinn neitar að blása er honum meinaður aðgangur og foreldrar/forráðamenn beðnir um að sækja viðkomandi sé hann undir 18 ára aldri.


(Síðast uppfært 28.6.2015)