Skólanefnd

"Ráðherra skipar skólanefnd við framhaldsskóla til fjögurra ára í senn. Í skólanefnd skulu sitja fimm einstaklingar. Tveir eru skipaðir samkvæmt tilnefningum sveitarstjórna og þrír án tilnefningar. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Nefndin kýs sér formann til eins árs í senn. Áheyrnarfulltrúar eru þrír með málfrelsi og tillögurétt, einn tilnefndur af kennarafundi, einn af nemendafélagi skólans og einn af foreldraráði, til eins árs í senn. Skólameistari situr fundi skólanefndar með málfrelsi og tillögurétt. Hann er framkvæmdastjóri nefndarinnar.

Hlutverk skólanefndar er að:

  • marka áherslur í starfi skólans og stuðla að sem bestri þjónustu við íbúa á starfssvæði skólans og tengslum hans við atvinnu-, félags- og menningarlíf,
  • vera skólameistara til samráðs um námsframboð skóla,
  • staðfesta skólanámskrá að fenginni umsögn almenns skólafundar og fylgjast með framkvæmd hennar,
  • veita skólameistara umsögn um árlega starfs- og fjárhagsáætlun í samræmi við niðurstöður fjárlaga og fylgjast með framkvæmd hennar,
  • vera skólameistara til samráðs um fjárhæð þeirra gjalda sem skólameistari ákveður,
  • vera skólameistara til samráðs um samninga sem viðkomandi skóli gerir,
  • vera skólameistara til samráðs um starfsmannamál,
  • veita ráðherra umsögn um umsækjendur um stöðu skólameistara." (5. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008)

Skólanefnd skipuð 19. september 2017.

Aðalmenn án tilnefningar eru:

  Atli Kristjánsson

  Jóhannes Stefánsson

  Margrét Sanders

Aðalmenn samkvæmt tilnefningu Reykjavíkurborgar eru

  Elín Oddný Sigurðardóttir

  Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir

Aðstoðarskólameistari ritar fundargerðir.

Nefndin fundar að jafnaði einu sinni til tvisvar á önn.

(Síðast uppfært 17.3.2021)