Móttaka nýrra starfsmanna

1.  Þegar nýr starfsmaður er ráðinn sjá skólameistari/aðstoðarskólameistari um að:

 1. Skrifa undir ráðningarsamning við viðkomandi
 2. Sýna viðkomandi húsakynni skólans

2.  Haldin er kynning fyrir nýja starfsmenn þegar þeir hefja störf. Að henni koma: skólameistari, aðstoðarskólameistari, verkefnastjóri tölvumála, trúnaðarmaður, húsvörður.

    Skólameistari, aðstoðarskólameistari:

 1. Kynna stefnu skólans
 2. Kynna skipurit skólans
 3. Kynna réttindi og skyldur starfsmanna skv. kjarasamningi (s.s. reynslutíma, uppsagnir, veikindarétt, lífeyrismál, símenntunarákvæði, vinnumenningu, vinnuvernd, starfsreglur, trúnaðar- og þagnarskyldu o.fl.)
 4. Veita nýjum starfsmönnum upplýsingar um vinnureglur, vinnufyrirkomulag, vinnutíma og starfsmannafundi
 5. Fara yfir starfslýsingu og hæfniskröfur starfsins við starfsmanninn
 6. Kynna skipulag matarmála í skólanum bæði fyrir nemendur og starfsfólk
 7. Fara yfir hagnýt atriði, s.s. kaffitíma, fatnað, hefðir og umgengni í skólanum
 8. Kynna brunavarnir skólans, fyrstu viðbrögð við slysum og skráningu á slysum

    Verkefnastjóri tölvumála:

 1. Kynnir tölvukerfi skólans, tölvupóst, geymslu gagna, prentunarmál o.þ.h.
 2. Kynnir vefsíðu skólans

    Trúnaðarmaður:

   
Kynnir stéttarfélag og trúnaðarmenn á vinnustaðnum

    Húsvörður:

    Afhendir nýjum starfsmanni lykla/aðgangskort (kvittað fyrir hjá húsverði), lykil að skápum og öðru sem þurfa þykir.


3.  Á fyrsta starfsmannafundi skal skólameistari sjá um að kynna nýjan starfsmann fyrir starfsmönnum skólans.

4.  Á starfsdögum fyrir skólabyrjun skal kennslustjóri viðkomandi brautar/kennslugreina ef um kennara er að ræða sjá um að:

 1. Kynna nýjan kennara fyrir helstu samkennurum
 2. Kynna þann nemendahóp sem starfsmaðurinn mun sinna og viðeigandi úrræði og stoðþjónustu þar sem það á við

5.  Í lok reynslutíma (önn) tekur skólameistari nýjan starfsmann í viðtal og fer yfir:

 1. Reynslutímann (fyrstu þrjá mánuðina í starfi)
 2. Endurgjöf frá þeim sem hefur starfað mest með starfsmanninum
 3. Annað


(Síðast uppfært 17.3.2021)