Þjónustumat

Á vorönn 1999 var könnun á aðstöðu bókasafns lögð fyrir nemendur og á haustönn 2000 fór fram mat á námsráðgjöf.

Á vorönn 2001 var könnun um upplýsingatækni lögð fyrir nemendur og m.a. spurt um tölvuaðstöðu skólans.

Stýrihópur tók til starfa á vorönn 2008 með það að markmiði að búa til könnun á þjónustu við nemendur skólans, sem sameinaði mat á aðstöðu bókasafns, tölvuaðstöðu, könnun á samskiptum nemenda við stjórnendur, námsráðgjafa, skrifstofu, fjármáladeild og þjónustu sjóppunnar.

Könnunin var endurskoðuð á vorönn 2014 og lögð fyrir nemendur á haustönn 2014. Könnunin fór fram á rafrænu formi og var sendur tölvupóstur á alla nemendur skólans. 284 svör bárust af 938 nemendum og er svarhlutfallið því rúmlega 30%. Niðurstöður þjónustumatsins verða notaðar til að bæta þjónustu skólans og mun skólinn setur sér viðeigandi markmið í aðgerðaráætlun sinni fyrir skólaárið 2014/2015.

Smelltu á krækjuna hér fyrir neðan til að sjá niðurstöður þjónustumats:

Þjónustumat haust 2008

Þjónustumat haust 2014

Þjónustumat haust 2019

(Síðast uppfært 26.11.2019)