Forvarnir í Fjölbrautaskólanum við Ármúla

Eftirfarandi átta atriði eru þungamiðjan í forvarnaáætlun FÁ:

  • Stefnt skal að því að hafa náið samband við foreldrafélag FÁ um mótun og framkvæmd forvarna í skólanum.
  • Lífsleiknitímar skulu nýttir til kynninga á forvörnum.
  • Á árlegum forvarnadegi vorannar skal þemað vera „Það er til lausn (við öllum vanda)!“. Fjölbreytilegar kynningar skulu taka mið af þessu þema.
  • Skólinn aðstoðar nemendur sem lenda í vanda vegna fíknar eða annarrar skaðlegrar hegðunar.
  • Forvarnafulltrúi hefur a.m.k. vikulegan viðtalstíma fyrir nemendur.
  • Skemmtanir og aðrir viðburðir skólans eru án áfengis.
  • Hvers konar tóbaksneysla er bönnuð innan lóðarmarka skólans.
  • Skólinn skal vera frísvæði fyrir alla nemendur. Í þessu felst að nemendur eiga að geta treyst því að á viðburðum í nafni skólans sé ekki ýtt undir áfengisneyslu (t.d. bjórkvöld), fjárhættuspilamennsku (t.d. pókermót) eða annað sem mögulega hvetur til skaðlegrar hegðunar.


Forvarnir í FÁ fela í sér tvennt:                                       

  1. Upplýsa og fræða nemendur um áfengis- og vímuefnanotkun og aðra fíkni- eða áhættuhegðun
  2.  Aðstoða nemendur í vanda

Forvarnafulltrúi FÁ er Kristín Valdemarsdóttir. 
Auðvelt er að ná sambandi við hann, t.d. með því að senda tölvupóst til kristinvald@fa.is og í framhaldi finna tíma fyrir spjall.


(Síðast uppfært 19.9.2018)