Prófareglur og fyrirkomulag prófa

Upplýsingar um prófstaði er að finna undir Próffyrirkomulag. Leiðbeiningar við prófkvíða má finna HÉR.
Sjá nánar í Moodle.

Fyrir alla nemendur sem taka próf:

 • Nemanda ber að mæta stundvíslega í þau próf sem hann er skráður í og hafa meðferðis persónuskilríki.

 • Prófað er í  FÁ og geta nemendur séð á listum sem hanga uppi í anddyri í hvaða stofu þeirra próf er.

 • Nemandi skal leggja perónuskilríki á prófborð svo yfirsetumaður geti borði þau saman við nafnalista.

 • Prófatíminn er tvær klukkustundir. Prófin eru samin með það í huga að flestir nemendur ljúki þeim á einni og hálfri klukkustund.

 • Nemanda sem verður uppvís að svindli (notar óheimil hjálpargögn, veitir eða þiggur hjálp frá öðrum nemanda), er vísað úr prófi og hann fær falleinkunn.

 • Slökkt skal á farsímum í prófi og þeir mega ekki vera á prófborði. Sama gildir um önnur raftæki.

 • Nemendur geta haft með sér hressingu, en mælt er með ílátum sem ekki skrjáfar í. Mörgum nemendum gagnast vel að nota eyrnatappa í prófunum.

 • Sömu reglur gilda á öllum prófstöðum okkar.

 • Þeir sem þurfa lituð prófblöð, stærra letur eða aðra sérþjónustu þurfa að óska eftir því eigi síðar en 2 vikum fyrir lokapróf.

Próftími:

 • Nemendum sem af sérstökum ástæðum þurfa lengri próftíma er bent á að nýta vel þessar 2 klukkustundir sem próftíminn er. Prófin miðast við að hægt sé að ljúka við að taka þau á 90 mínútum en þeir sem þurfa fá allt að 120 mínútur til að leysa þau.

 • Nemendur mega fara úr prófi eftir að 30 mínútur eru liðnar af próftíma.

 • ATH! Veikindi ber að tilkynna með því að senda tölvupóst á fjarnam@fa.is viðkomandi prófdag.

 • Greiða þarf krónur 2.000 fyrir sjúkrapróf.

 • Þeir sem taka próf erlendis eða úti á landi tilkynna veikindi á fjarnam@fa.is og til ábyrgðarmanns á viðkomandi prófstað.

Tvö próf á sama tíma:

 • Ef tvö tvö próf lenda á sama tíma á sama degi getur nemandi óskað eftir að taka annað prófanna á sjúkraprófsdegi og þarf ekki að greiða fyrir.


Síðast uppfært 02.02.2021