9.6. Notkunar- og siðareglur um meðferð upplýsingatæknibúnaðar

Almenn viðmið

Reglur eiga ekki að vera til trafala eða hindrunar við eðlilega notkun búnaðar. Reglur eru aðgengilegar á áberandi stað og fylgst er með því að þær séu í heiðri hafðar. Leitast er við að framfylgja ýtrustu kröfum um öryggi í tölvuvinnslu á hverjum tíma.

Virða ber eftirtaldar almennar reglur:

  • Tölvu- og tæknibúnað ber að nota á heiðarlegan, siðferðilega réttan og löglegan hátt.
  • Virða ber friðhelgi notenda. Óheimilt er að reyna að tengjast tölvubúnaði með því að gefa upp notendanafn/aðgangsorð sem viðkomandi hefur ekki rétt til að nota. Bannað er að gera tilraunir til að komast yfir aðgangsorð hjá öðrum notendum. Notanda er óheimilt að veita öðrum aðgang að notendanafni.
  • Fara ber í einu og öllu eftir einkaréttarákvæðum sem gilda um forrit, hugbúnað og gögn sem notuð eru.
  • Virða ber reglur einstakra neta og upplýsingaveitna.
  • Óheimilt er að reyna að komast yfir gögn eða hugbúnað í eigu annarra nema skýrt leyfi rétthafa sé fyrir hendi. Bannað er að breyta eða reyna að breyta hugbúnaði eða gögnum hjá öðrum notendum eða hafa á annan hátt áhrif á notkunarmöguleika annarra notenda.
  • Óheimilt er að breyta, afrita eða fjarlægja vélbúnað, hugbúnað eða gögn sem eru í eigu annarra nema með skýru leyfi eigenda.
  • Óheimilt er að dreifa efni sem talist getur ærumeiðandi eða ósiðlegt.
  • Óheimilt er að taka upp og/eða birta upptökur eða ljósmyndir úr kennslustund án leyfis nemenda og kennara.
  • Verði vart við brot á reglum skal máli viðkomandi vísað til skólastjórnenda.


(Síðast uppfært 29.6.2015)