Starfsánægjumat

Starfsánægjumat var fyrst framkvæmt á haustönn 2006. Utanaðkomandi aðili, HRM - Rannsóknir og ráðgjöf, var fenginn til að framkvæma matið. HRM - Rannsóknir og ráðgjöf hefur framkvæmt fjölda vinnustaðagreininga frá árinu 2004 með mælitæki evrópsku starfsánægjuvísitölunnar.

Niðurstöður starfsánægjumats leiddu til nokkurra breytinga, m.a. var gert kynningarátak til að bæta ímynd skólans.

Á haustönn 2006 var einnig framkvæmd viðamikil könnun fjármálaráðuneytisins, Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands og ParX – viðskiptaráðgjafar IBM á starfsumhverfi ríkisstarfsmanna. Þátttakan var frekar dræm enda starfsmenn nýbúnir að svara annarri könnun svipaðs efnis. Heildarniðurstöður eru á heimasíðu menntamálaráðuneytis. Skólinn fékk samantekt á niðurstöðum könnunarinnar og voru þær í takt við niðurstöður starfsánægjumatsins.

Starfsánægjumat var framkvæmt í annað sinn á haustönn 2008 og fór könnunin fram 20.-24. nóvember 2008. HRM var aftur fengið til að framkvæma matið og að vinna úr niðurstöðum þess. Niðurstöðurnar liggja nú fyrir og eru aðgengilegar hér að neðan. Í niðurstöðunum kemur fram samanburður við niðurstöður mats í ððrum framhaldsskólum frá haustönn 2006.

Smelltu á krækjuna til að sjá niðurstöður starfsánægjumatsins frá haustönn 2008: Starfsánægjumat 2008

Skólinn hefur þrisfar tekið þátt í umfangsmikilli könnun "Stofnun ársins" á vegum SFR og fjármála- og efnahagsráðuneytis. Í úrtakinu voru allir starfsmenn í rúmlega 200 ríkisstofnunum. Niðurstöður kannanna eru aðgengilegar starfsmönnum á innra neti skólans. Smelltu á krækjurnar til að sjá niðurstöður fyrir skólann og samanburð við heildarniðurstöðurnar:

Stofnun ársins 2011  Fyrirmyndarstofnun 2016

Stofnun ársins 2012 

Stofnun ársins 2013 

Stofnun ársins 2014 

Stofnun ársins 2015  

Stofnun ársins 2016   

Stofnun ársins 2017   

Stofnun ársins 2018

Stofnun ársins 2019

Stofnun ársins 2020


(Síðast uppfært 20.6.2020)