Safnkennsla
Nemendur, sem koma beint úr grunnskóla, fá kynningu á bókasafni skólans, bókasafnskerfinu og upplýsingaöflun af heimasíðu bókasafnsins.
Í upphafi ritgerða- og verkefnavinnu hefur sá háttur stundum verið hafður á, að ósk kennara, að bókasafnsfræðingur kynnir nemendum leiðir í heimildaöflun og ritun heimildaritgerða.
Nemendur, sem leita eftir aðstoð við uppsetningu heimildalista og upplýsingaöflun, fá þá þjónustu á bókasafninu.
Bókasafnsfræðingar annast þessar kynningar.
Síðast uppfært 20. mars 2017