3.5. Starfslýsingar

Í starfslýsingu eiga að koma fram allir meginþættir starfs, þannig að ljóst sé hvaða kröfur eru gerðar til starfsmanns, hvaða viðfangsefnum honum er ætlað að sinna og hverjar séu ábyrgð og skyldur. Einnig er hægt að skilgreina markmið og væntingar um árangur.

Starfslýsing á ekki að vera of nákvæm og ekki fela í sér lýsingar á minni verkefnum og verkferlum. Lýsingin á ekki að vera ósveigjanleg þannig að hún takmarki möguleika til að haga starfi í samræmi við aðstæður og þarfir hverju sinni. Mikilvægt er að lýsingar séu í góðu jafnvægi, hlutlægar og á einföldu og auðskiljanlegu máli.

Kjarasamningar ríkisstarfsmanna tengjast bæði röðun starfs og launasetningu einstaklinga sem byggir á persónu- og tímabundnum þáttum.  Hér er um að ræða lykilþætti starfs (óháð því hver gegnir því) og persónubundnir þættir sem tengjast starfsmanni.

Smelltu hér til að sjá allar starfslýsingar.


(Síðast uppfært 2.11.2012)