3.12. Fjölmenningarstefna

Allir nemendur FÁ eiga að fá sömu tækifæri til menntunar, óháð uppruna og þjóðerni. Hvers kyns fordómar og mismunun er aldrei liðin. Í FÁ er mjög fjölbreyttur nemendahópur. Stefna skólans er að móta jákvæð viðhorf til fjölmenningar, jafnt meðal kennara sem nemenda, svo hver og einn nemandi fá notið sín á sínum forsendum. Nemendur skólans eiga að fá að njóta þeirrar fjölbreytni og tækifæra til menntunar sem felast í samveru og samskiptum við fólk af ólíkum uppruna og þjóðerni.

Fjölbrautaskólinn við Ármúla rekur öflugt stoðkerfi fyrir nemendur af erlendum uppruna.
Nánari upplýsingar eru á stoðkerfissíðunni. Smelltu hér til að sjá deilimarkmið.


(Síðast uppfært 6.9.2018)