Aðgerðaráætlun 2015/2016

Sjálfbær skóli - markmið og mælikvarðar

A.          Kennslufræðileg markmið

1.     Markmið: Að nemendur sérnámsbrautar fái að njóta sjálfstæði síns með öðrum nemendum skólans í almenningsrými húsnæðisins.
Aðgerð: Nemendur sérnámsbrautar fá aðstoð frá kennurum og nemendum skólans við að finna sér t.d.  svæði/borð, viðfangsefni, hegðunarmynstur til að fá að njóta samveru með fjöldanum.
Mælikvarði: Könnun á viðhorfum nemenda.
Ábyrgðaraðili: Ingibjörg Haraldsdóttir

2.     Markmið: Að sníða STÆ093/STÆ193/STÆ103 að þörfum nemenda.
Aðgerð: Nota einstaklingsmiðaða kennslu og þurfa nemendur að ljúka hverri lotu á fullnægjandi hátt. Stefnt verður að aukinni verkefnakennslu.
Mælikvarði: Námsárangur nemenda í hverri lotu.
Ábyrgðaraðili: Jónína G. Kristínsdóttir

3.     Markmið: Að auka námsaðstoð við nemendur.
Aðgerð: Að bjóða upp á námsaðstoð í Setrinu, þar sem nemendur geta fengið aðstoð kennara og eldri nemenda í sem flestum námsgreinum, íslensku, ensku, stærðfræði, dönsku o.fl.
Mælikvarði: Fjöldi nemenda sem leitar sér aðstoða og í hvaða fögum.
Ábyrgðaraðili: Eiríkur Brynjólfsson

4.     Markmið: Að gera raddir og skoðanir nemenda sem eru af erlendum uppruna greinilegri í skólasamfélaginu.
Aðgerð: Að kanna hlutfall og virkni nemenda í nefndum og ráðum skólans og hvetja þá til að taka þátt í félagslífinu. Stefna að því að erlendir nemendur taki oftar þátt í uppákomum á vegum skólans og fái að kynna menningarlegan bakgrunn sinn. 
Mælikvarði: Fjöldi nemenda af erlendum uppruna í nefndum og ráðum á vegum skólans. Fjöldi uppákoma í skólanum, þar sem menningarlegur bakgrunnur nemenda af erlendum uppruna skilar sér inn í skólasamfélagið.
Ábyrgðaraðili: Úlfar S. Arnarson

5.     Markmið: Að stuðla að fjölbreyttari kennsluháttum í NÁT123.
Aðgerð: Útbúa verklegar æfingar t.d. í eðlisfræði sem fara fram utandyra og nýta meira leiki í kennslustofunni t.d. spil.
Mælikvarði: Könnun á viðhorfum nemenda í lok annar.
Ábyrgðaraðili: Rúna Björk Smáradóttir, Guðrún Ingibjörg Stefánsdóttir og Ragnheiður Lóa Björnsdóttir

6.     Markmið: Að nemendur í stærðfræði verði ábyrgari og meira sjálfbjarga í sínu námi.
Aðgerð: Nota vendikennslu í auknum mæli og fjölga þess vegna kennslumyndböndum sem nemendur hafa aðgang að inni í Moodle. Gera nemendum einnig kleift að hlusta á kennslumyndbönd í kennslustundum.
Mælikvarði: Notkun nemenda á kennslumyndböndum og viðhorfskönnun nemenda í lok annar.
Ábyrgðaraðili: Jónína G. Kristinsdóttir, Jóna Guðmundsdóttir

B.             Félagsleg og skipulagsmarkmið

7.     Markmið: Að styrkja sjálfbæra skólaþróun.
Aðgerð: Styrkur hefur fengið til að senda 4 starfsmenn á vikunámskeið/vinnusmiðju á vegum Aeiforum í Grikkland á haustönn 2015. Heiti námskeiðsins er „Sustainable School Indicators“.
Mælikvarði: Skýrsla þátttakenda um námskeiðið.
Ábyrgðaraðili: Helmut Hinrichsen

8.     Markmið: Að að efla félagsleg tengsl meðal nemenda á sérnámsbraut og nemenda í almennu námi í skólanum.
Aðgerð: Á vorönn 2016 eiga 5 nemendur sérnámsbrautar skólafélaga af almennu námsbrautinni sem þeir hitti reglulega í kaffi og matarhléum í skólanum.
Mælikvarði: Fjöldi nemenda á sérnámsbraut sem hitta skólafélaga af almennu námsbrautinni.
Ábyrgðaraðili: Ingibjörg Haraldsdóttir

9.     Markmið: Að hækka hlutfall nýnema sem halda áfram í skólanum og jafnframt að stuðla að því að þeim vegni betur í skólanum. Markmiðið miðar að því að minnka brotthvarf nýnema.
Aðgerð: Þessu markmiði verður fylgt eftir meðal annars með því að hitta alla nýnema og veita þeim bæði náms- og starfsráðgjöf persónulega ráðgjöf.
Mælikvarði: Hvað hafa margir nýnemar ákveðið námsbraut og hversu margir hafa hugað að og/eða ákveðið starfssvið?
Ábyrgðaraðili: Sandra Þoroddsdóttir

10.  Markmið: Að minnka brotthvarf nemenda.
Aðgerð: Styrkur hefur fengið til að senda 4 starfsmenn á vorönn 2016 til Slóveníu til að kynna sér aðgerðir til að minnka brotthvarf.
Mælikvarði: Skýrsla þátttakenda um heimsóknina.
Ábyrgðaraðili: Helmut Hinrichsen

11.  Markmið: Að auka nemendalýðræði með því að hafa fleiri virka nemendur í nemendafélagi og halda fleiri og fjölbreyttari viðburði.
Aðgerð: Kosningar í nemendaráð og –nefndir og auka val nemenda á viðburðum í félagslífi.
Mælikvarði: Fjöldi nemenda í nemendafélagi og viðburðir á skólaárinu.
Ábyrgðaraðili: Agnes Ósk Valdimarsdóttir

12.  Markmið: Að hvetja nemendur til að vera allsgáð á dansleikjum skólans.
Aðgerð: Bjóða upp á að nemendur taki þátt í edrúpott á öllum dansleikjum FÁ
Mælikvarði: Fjöldi nemenda á dansleik/fjöldi sem fara í sjúkraherbergi eða er vísað frá. Stuðulinn síðan borinn saman við fyrri böll og næstu böll.
Ábyrgðaraðili: Sandra Þoroddsdóttir

13.  Markmið: Að auka lýðræðisvitund og efla þátttöku nemanda, kennara og annarra starfsmanna í ákvarðanatöku skólans.
Aðgerð: Að bera mikilvæg málefni skólans undir nemendur og starfsmenn og bjóða nemendum og starfsmönnum að taka þátt í kosningum.
Mælikvarði: Þátttaka nemenda og starfsmanna í kosningum.
Ábyrgðaraðili:  Róbert Örvar Ferdinandsson og Helmut Hinrichsen

14.     Markmið: Að auka utanumhald og samskipti við nýnema með sértæka námserfiðleika í þeim tilgangi að lágmarka brotthvarf þeirra úr námi.
Aðgerð: Boðið er upp á áfangann LESA1DY05 á haustönn og eru allir nemendur sem eru með sértæka námserfiðleika skilgreinda í umsókn sinni um skólavist og eða skila inn greiningu í upphafi annar skráðir í áfangann. Markmið áfangans er m.a. að nemendur bæti frammistöðu sína í rituðu máli, bæti leshraða og lesskilning, bæti námsárangur með aðstoð tölvutækninnar, styrkji sjálfsmynd sína og trú á eigin getu í námi, veri meðvitaður um jákvæð og neikvæð áhrif lesblindu á námsárangur.
Mælikvarði: Þátttaka í kennslutímum og framfarir í námi. Hlutfall þreyttra feininga í lok annar. Hlutfall nemenda sem hverfa úr námi.
Ábyrgðaraðili: Hildur Jóhannsdóttir

C.             Umhverfis-, efnahags- og tæknimarkmið

15.  Markmið: Að efla vistvænan lífsstíl nemenda.
Aðgerð:
Nemendur í umhverfisfræði lögðu könnun fyrir nemendur skólans í upphafi haustannar. Svör nemenda gefa ákveðinn stigafjölda eftir því hversu vistvænn lífsstíll þeirra er. Í framhaldi munu nemendur í umhverfisfræði ásamt umhverfisráði gera fræðsluátak um  vistvænan lífsstíl, ganga í stofur og hvetja til þess að lifa í samræmi við þá fræðslu.
Mælikvarði: Önnur könnun verður lögð fyrir nemendur skólans í lok haustannar og stigafjöldi í fyrri könnun borinn saman við stigafjölda í seinni könnun.
Ábyrgðaraðili: Bryndís Valsdóttir, Jónína G. Kristinsdóttir og Sæþór Ólafsson.

16.  Markmið: Að auka meðvitund um spilliefni og minnka hlutfall óflokkað sorps.
Aðgerð: Öllum tölvubúnaði, ljósaperum, járni og rafhlöðum er safnað saman og sent í endurvinnslu. Nemendur umhverfisráðs gera fræðsluátak um spilliefni. Sérstakar tunnur fyrir spilliefni verða settar upp.
Mælikvarði: Hlutfall óflokkaðs sorps af heildarmagni sorps. Magn spilliefnis sent í endurvinnslu.
Ábyrgðaraðili: Vigfús Þ. Jónsson, Bryndís Valsdóttir og umhverfisráðið.

17.  Markmið: Að stuðla að vistvænum samgöngumáta.
Aðgerð: Setja upp hleðslustaur á bílastæði skólans til að hlaða rafmagsbíla.
Mælikvarði: Fjöldi rafmagnsbíla sem nýtur sér þjónustuna.
Ábyrgðaraðili: Vigfús Þ. Jónsson

18.  Markmið: Að minnka notkun rafmagns.
Aðgerð: Minnka notkun rafmagns með því að slökkva ljósin, þegar engin starfsemi fer fram í viðkomandi rými. Nota sparperur, hreyfiskynjara og dimmara fyrir ljós.
Mælikvarði: Notkun af rafmagni skv. aflestri á rafmagnsmæli á tímabilinu og fjöldi hreyfiskynjara.
Ábyrgðaraðili: Vigfús Þ. Jónsson

19.  Markmið: Að velja rétta birtu í verklegum kennslustofum.
Aðgerð: Að setja nýjar ljósaperur í raungreinastofur og í sérnámsbraut sem veita betri lýsingu.
Mælikvarði: Kennarar og starfsmenn á viðkomandi kennslustofum eru spurðir álits.
Ábyrgðaraðili: Vigfús Þ. Jónsson

209.  Markmið: Að minnka notkun hitaveituvatns.
Aðgerð: Minnka notkun hitaveituvatns með því að tryggja góða einangrun húsnæðis. Skipta á milli vetra- og sumarhitun til að draga úr upphitun yfir sumartíma. Setja upp tölvustýringu fyrir upphitun skólans til að nýta hitann best, þar sem þess er þörf.
Mælikvarði: Notkun af hitaveituvatni skv. aflestri á tímabilinu.
Ábyrgðaraðili: Vigfús Þ. Jónsson

21.  Markmið: Að hanna tjörn og útivistarsvæði á lóð skólans sem nýtist jafnt starfsmönnum og nemendum skólans svo og nágrönnum eins og íbuum hverfis og leikskólanum.
Aðgerð: Funda með hverfisráði, leikskólastjóra, fulltrúm borgar og Fasteignar ríksins um hönnun skólalóðar. Láta hanna lóðina með tjörn og gróðursvæði sem nýtist bæði til kennslu og útivistar. Sækja um styrk til Reykjavíkurborgar. Gróðursetja tré og aðrar plöntur.
Mælikvarði: Staða framkvæmda í lok vorannar 2016.
Ábyrgðaraðili: Ólafur H. Sigurjónsson og umhverfisráð

22.  Markmið: Að virkja nemendur til að taka þátt í sjálfboðavinnu til að viðhalda útivistasvæði í Reykjavík og nágrenni.
Aðgerð: Í samvinnu við Umhverfisstofnun verður auglýst eftir nemendum til að taka þátt í Grænni helgi.
Mælikvarði: Fjöldi nemenda sem taka þátt í sjálfboðavinnu.
Ábyrgðaraðili: Úlfar S. Arnarson og Bryndís Valsdóttir

23.  Markmið: Að efla umgengni í skólanum.
Aðgerð: Að setja af stað verkefnið „Siðbót í FÁ“. Útskriftarnemendur taka að sér að ganga um Steypuna og matsalinn og hvetja fólk til að ganga frá eftir sig.
Mælikvarði: Fjöldi útskriftarnema sem taka þátt í verkefninu og umgengni í skólanum.
Ábyrgðaraðili: Bryndís Valsdóttir og umhverfisráð

24.  Markmið: Að gera nemendur meðvitaða um hvaða áhrif einkaneysla þeirra (lífstíll) hefur á auðlindir jarðarinnar og gera þá að meðvitaðri neytendum.
Aðgerð: Nemendur í VIÐ113 fá fræðslu um hvernig þeir geti sjálfir „minnkað fótspor sem þeir skilja eftir á jörðinni“ þ.e. nýta auðlindir jarðarinnar betur með ýmsum leiðum er snerta samgöngur, orkusparandi aðgerðir heimafyrir, matarvenjur, vatnssparnað, endurnýtingu á ýmsum efnum o.fl. Nemendur taka könnun á http://myfootprint.org (Opnast í nýjum vafraglugga) , þar sem niðurstaða þess segir til um hversu mikið einkaneysla þeirra gengur á auðlindir (vistkerfi) jarðarinnar. Tekið er próf í upphafi og lok annar þar sem nemendur breyta neyslumynstri sínu, t.d. hjóla eða nota almennings samgöngur í stað þess að nota einkabíl, og finna út hvaða áhrif sú breyting hefur til minnkunnar á „fótspori sem þeir skilja eftir á jörðinni“.
Mælikvarði: Niðurstöður kannanna í upphafi og lok annar.
Ábyrgðaraðili: Petra Bragadóttir

25.  Markmið: Að minnka notkun pappírs og stuðla að umhverfisvænni prentun.
Aðgerð: Að nota umhverfisvæna fjölritunarvéla og hvetja kennara til að nýta sér í auknum mæli ljósritunarþjónustu skólans.
Mælikvarði: Mæling á útprentun, ljósritun, innkaupi á pappír og prenthylkjum fyrir skólann.
Ábyrgðaraðili: Jón Þorgeir Guðbjörnsson

D.            Heilsueflandi markmið

26.  Markmið: Að auka áhuga nemenda á útivist og efla umhverfisvitund þeirra.
Aðgerð: Að bjóða upp á áfanga tengda umhverfismálum, fjallgöngu og útivist og Hjólað/Gengið í skólann.
Mælikvarði: Fjöldi nemenda skráður í áfangana.
Ábyrgðaraðili: Úlfar S. Arnarson, Jóhanna Þ. Sturlaugsdóttir, Guðríður Guðjónsdóttir

27.  Markmið: Að auka hreyfingu nemenda og starfsfólks og hvetja til hollari lífsstíls.
Aðgerð: Hvetja starfsmenn til að taka þátt í framhaldsskólakeppni fyrir Lífshlaup og hvetja nemendur og starfsmenn að taka þátt í átaki Hjólum í skólann.
Mælikvarði: Fjöldi nemenda og starfsmanna sem taka þátt í Lífshlaupi og Hjólum í skólann.
Ábyrgðaraðili: Guðríður Guðjónsdóttir og Helmut Hinrichsen

28.  Markmið: Að efla vitund nemenda og starfsmanna um friðlýst svæði í nágrenni Reykjavíkur.
Aðgerð: Skólinn býður til fundar um Reykjaveginn, merkta gönguleið frá Reykjanestá að Þingvallavatni. Í samstarfi við Umhverfisstofnun, skóla og aðra hagsmunaaðila verður unnið að viðhaldi gönguleiðarinnar. Skipulagðar verða gönguferðir þar sem ástand leiðarinnar verður tekið út, stikur lagaðar og gönguleiðin merkt.
Mælikvarði: Fjöldi þátttakenda í gönguferðum og fjöldi kílómetra á Reykjavegi kannaður.
Ábyrgðaraðili: Úlfar S. Arnarson og Helmut Hinrichsen

29.  Markmið: Að hvetja nemendur og kennara til að borða hollan morgunmat.
Aðgerð: Boðið verður upp á ókeypis hafragraut á morgnana.
Mælikvarði: Fjöldi skammta af hafragrauti borðaður á degi hverjum.
Ábyrgðaraðili: Kristrún Sigurðardóttir

30.  Markmið: Að auka vitund nemenda og starfsmanna um þau áhrif sem samgöngumáti þeirra hefur á umhverfið og heilsuna í samræmi við markmið heilsueflandi framhaldsskóla.
Aðgerð: Skólinn gerir samning við Strætó bs. sem býður starfsmönnum skólans sérstakt samgöngukort á vistvænum kjörum. Skólinn býður svo þeim starfsmönnum sem nota að jafnaði vistvænan samgöngumáta að lágmarki í 60% tilfella á mánaðargrunni upp á kr. 24.000 styrk á ári.
Mælikvarði: Fjöldi starfsmanna sem nýtur sér samgöngustyrk.
Ábyrgðaraðili: Steinn Jóhannsson

31.     Markmið: Að efla heilsu starfsmanna með líkamsrækt.
Aðgerð: Boðið verður upp á líkamsrækt fyrir starfsmenn tvisvar í viku á vorönn 2016. Tímarnir verða í formi stöðvarþjálfunar, æfingar með eigin líkamsþyngd, rífum aðeins í lóðin (eins og hentar hverjum og einum) og góðar teygjur í lokin.
Mælikvarði: Fjöldi starfsmanna sem sækir æfingar.
Ábyrgðaraðili: Hafdís Guðjónsdóttir

 

 

(Síðast uppfært 3. nóvember 2015)