Erlend samskipti

Erlent samstarf – vorönn 2024

21. – 27. janúar:

Comparing Differences in Healthcare in Europe – Aðalheiður Dagmar og Þórunn fóru til Trutnov í Tékklandi ásamt fimm nemendum (Elín Rós Pétursdóttir, Hafrún Sigríður Pétursdóttir, Harpa Egilsdóttir, Helena Harðardóttir og Jasmin Skye Wilson).

Þetta var fyrsti fundur verkefnisins af þremur. Eins og nafnið gefur til kynna þá verða borin saman vinnubrögð heilbrigðisstarfsmanna á milli þeirra landa sem taka þátt en ásamt FÁ en það er skólar í Tékklandi og í Portúgal.

13. – 15. mars:

Stjórnendur heilbrigðisskólans tóku á móti um tíu kennurum sem komu frá Stavanger í Noregi.

4. – 5. apríl:

Petter Öhrling skólastjóri frá Gautaborg kemur ásamt aðstoðarskólameistara, áfangastjóra, sérkennurum og námsráðgjöfum og skjólahjúkrunarfræðingi í heimsókn. Þetta eru samtals átta gestir sem koma til okkar Í FÁ í starfsheimsókn ( job shadowing ).

15. – 19. apríl:

ALBERTO MUÑOZ JAIME kennir heilbrigðisfræði í IES Isabel de Castilla sem er í Ávila á Spáni. Hann kemur m.a. til að hitta kennara í FÁ og að kynna sér sér Heilbrigðisskólann.

15. – 19. apríl:

A Green Day – þrír kennarar og fimm nemendur frá IES Tegueste á Tenerife koma í heimsókn á vegum verkefnisins til að kynna sér vinnu okkar við Grænfánann.

26.- 30. maí:

Skólaheimsókn til Portúgals, flogið til Porto og gist í Braga í tvær nætur og aðrar tvær nætur í Porto.

júní:

Þóra Kristín skoðar skóla í Stokkhólmi ásamt fleiri bókasafnsfræðingum.

 

Erlent samstarf - dagskrá haustannar 2023

25. - 31. ágúst: Maria-Jose Vivancos frá IES Juan de la Cierva skólanum í Totana, Murcia kom og fylgdist með mörgum áhugaverðum kennslustundum, m.a. í ensku, íþróttum, spænsku, íslensku sem annað mál, tölvuleikjagerð, sérdeildinni, samskiptaáfanga, nuddi, umhverfisfræði og lífsleikni. 2. – 5. október: Marta Díaz Díaz og Joel Iglesias Martín frá IES Tegueste, Tenerife, koma í heimsókn. Þau eru þáttakendur í Erasmus+ verkefninu Education & Entrepreneurship sem kláraðist í haust. Núna ætla þau að fá að heimsækja kennslustundir (job shadowing).9. – 13. október: Nicolas Getuah og Denis Lejeune komu til okkar frá Roubaix í Frakklandi að kynnast skólanum og heimsækja kennslustundir.10. október: 16 manna hópur frá Hollandi kemur í heimókn. Hann samanstendur af skólastjórnendum og yfirmönnum, frá skólaskrifstofum sem eru að kynna sér hvernig tekið er á brottfalli 16+ hópsins á Íslandi og hvaða lausnir eru mögulegar þegar kemur að brottfallshópnum. 13. október: Sakio Kamikawa skólastjóri og stofnandi enska skólans í Kagoshima í Japan heimsækir okkur. Samþykkt var að FÁ og skólin í Kagoshima verði systurskólar. 23. – 25. október: Ráðstefnan Transnational contact seminar with a cross-sectoral focus on Alliances for Innovation and Centres of Vocational Excellence, verður haldin í Bergen í Noregi og mun Edda Lára fara á hana ásamt fimm öðrum fulltrúum frá ýmsum skólum og stofnunum á Íslandi. Ráðstefnur sem þessar eru einstakt tækifæri fyrir aðila í menntun til að fræðast, miðla upplýsingum og reynslu. Einnig er þetta mikilvægur vettvangur til að mynda tengsl og þróa hugmyndir að verkefnum.13. – 17. nóvember: Sænskir gestir frá Gautaborg koma heimsókn, þau heita Nenad Rabar og Elvi Wikner. Nenad og Elvi kenna sænsku sem annað tungumál og félagsfræði en þar að auki kennir Nenad líka íþróttir.

Dagskrá vorannar 2023

27. janúar - 1. febrúar: Global Awareness in Action – Hrönn, Gurrý og Ragna fóru til Dijon í undirbúningsferð á vegum G.A.I.A. verkefnisins.

30. janúar: Silvia og Anxo komu í job shadowing heimsókn frá IES Virgen de la Paz, Alcobendas skólanum í Madrid. Þau heimsóttu kennslustundir hjá: Kristjáni, Sigrún E. Kristen og Alice. Þau voru mjög ánægð og þakklát fyrir móttökurnar og sögðu að ef við viljum heimsækja skólann þeirra þá erum við meira en velkomin.

1. – 7. febrúar: Europness, The Principles We Share – Þórhallur og Sara fóru til Valašské Meziříčí í Tékklandi ásamt fjórum nemendum. Þau heita: Jóhanna Lísa Björnsdóttir, Snædís Hekla Svansdóttir, Aníta Harðardóttir og Brynjar Logi Kristinsson.

12. – 19. mars: Education and Entrepreneurship - Edda Lára, Kristen og Sigrún E. fóru til Mazzarino á Sikiley og heimsækja I.I.S.S. “Carlo Maria Carafa“ skólann.

16. – 23. mars: Europness, The Principles We Share – Kristján og Marvin fóru til Belgíu með nemendum að heimsækja Evrópuþingið og hitta þingmenn. Nemendur sem fóru eru: Brynjar Logi Kristinsson, Helga Clara Jónsdóttir, Jóhanna Lísa Björnsdóttir, Snædís Hekla Svansdóttir og Hrafnhildur Sunna Eyþórsdóttir.

21. – 22. og 27. - 29. mars Tineke, Michiel, Mailin frá Hollandi komu í heimsókn og kynntust  skólanum og heimsóttu kennslustundir.

22. mars: Yfir tuttugu kennarar frá nokkrum Evrópulöndum sem eru þátttakendur í Erasmus+ verkefni komu í heimsókn.

28. – 30. mars: Nurdan, Hülya og Fatma komu í heimsókn frá Tyrklandi. 

29. mars: Elina Lehkonen námsráðgjafi frá Helsinki. Kom að heimsækja námsráðgjafa skólans og kynntist þeirra störfum.

23. – 27. apríl: Aðalheiður Dagmar, Kristrún Sig, Edda Ýr og Bryndís Þóra fóru til Trutnov í Tékklandi, að heimsækja heilbrigðisskólann þar. Sótt hefur verið um KA220 samstarfsverkefni með þeim skóla.

17.apríl-12.maí: Sjúkraliðanemarnir Pandora Riveros og Sóley María Odle fóru til Hvidovre í starfsnám. 

23. apríl – 3. maí: G.A.I.A.– Hrönn, Gurrý, Ragna og Jeannette fóru ásamt 15 nemendum til Dijon.

25.- 27. apríl: David Crego og Angel Christóbal Galiano frá Madríd og Sergi Escartí og Aina Clemares frá Barcelona komu í heimsókn.

21. – 28. maí: Education and Entrepreneurship– Ásdís, Edda Lára og Halldór Gísli fóru til Rúmeníu á lokafund verkefnisins.



























Lesa meira

International relations

Fjölbrautaskólinn við Ármúla is a comprehensive, upper secondary school which offers vocational as well as general education as a preparation for academic studies. For many years pupils and teachers have been involved in projects with other European schools. In the school-year 2020/2021 the school participates in projects funded by Erasmus+ and Nordplus.

Lesa meira