Umsjónarkerfi

Nýnemar fá umsjónarkennara fyrsta árið sem sinna sérstaklega nemendum á 1. ári í framhaldsskóla.

Eftir 1. árið flytjast þeir til annars umsjónarkennara og eru hjá honum þar til kennslustjórar taka við umsjóninni þegar nemendur hafa lokið a.m.k. 95 einingum.

Eftirlit umsjónarkennara með mætingum - drög

 • Umsjónarkennari tali við umsjónarnemanda sinn ef hann er kominn með 10 fjarvistarstig alls (mæting í einum áfanga er 80%). Einnig hringir hann eða sendir tölvupóst til foreldra nemandans ef hann er yngri en 18 ára.
 • Ef heildarmæting nemanda er komin í 80% þá ræðir umsjónarkennari við nemandann aftur og lætur einnig foreldri vita.
 • Lagist mæting nemandans ekki þá vísar umsjónarkennari málinu til kennslustjóra sem ræðir við nemandann.
 • Verði enn ekki breyting á mætingu þá vísar kennslustjóri máli nemandans til skólastjórnenda.

Önnur ákvæði:

 • Kennarar skrái viðveru í Innu samdægurs.
 • Umsjónarkennarar ræði við alla sína umsjónarnemendur á hverri önn.

Eftirlit umsjónarkennara með námsárangri - drög

 • Umsjónarkennari nýnema fundar í upphafi annar með nemandanum og foreldrum. Hægt verður að fylla út einstaklingsáætlun á þeim fundi.
 • Umsjónarkennari fylgist með að umsjónarnemandi hans:
  • taki ekki fleiri einingar en hann ræður við (sjá reglur)
  • fái stuðning í námsgrein ef hann situr í 3. sinn í áfanga (þarf að athuga hvort áfanginn hafi verið í fjarnámi). Sæki nemandinn ekki stuðningstímana verður hann tekinn úr áfanganum.
  • byrji tímanlega á námsgrein ef ljúka þarf mörgum einingum í henni (t.d. 9 einingum eða fleiri).
 • Telji umsjónarkennari að skoða þurfi feril nemanda betur, vísar hann málinu til „nemendaverndarráðs“/ stoðteymis / náms- og starfsráðgjafa.

(Síðast uppfært 24.2.2014)