Skólasókn og einkunnir


1. Heildarmæting
Nemendur skulu mæta stundvíslega í allar kennslustundir.

Fjarvistastig og skráning
Ef nemandi mætir seint í tíma er skráð S í viðveruskráningu. Kennarar eiga að skrá viðveru samdægurs.

Vottorð og leyfi
Til að fá fjarvist niðurfellda þarf að skila inn læknisvottorði eða staðfestingu um veikindi frá forráðamanni sé nemandi undir 18 ára aldri. Fyrstu tveir veikindadagar telja sem hefðbundnar fjarvistir, en vari veikindi í þrjá daga eða lengur er hægt að fá fjarvistir niðurfelldar (gildir ekki fyrir fyrstu tvo dagana).  Skila þarf vottorði/staðfestingu á skrifstofu skólans innan þriggja virkra daga frá lokum veikinda. Gerð er krafa um 80% mætingu að lágmarki og hafa nemendur því nokkurt svigrúm sem þeir geta nýtt vegna veikinda sem vara í einn til tvo daga eða fjarveru af öðrum ástæðum. Forráðamenn geta sent tölvupóst á netfangið: fjarvist@fa.is.
Nemendur geta fengið leyfi skólans frá því að sækja kennslu t.d. vegna námsferða, þátttöku í landsleikjum á vegum ÍSÍ, félagsstarfa eða annarra ástæðna sem skólaráð metur gildar. 

Skólasóknareinkunn
Einkunn fyrir skólasókn er tengd mætingu í samræmi við töflu hér að neðan. Nemandi sem er með yfir 95% mætingu fær 10 í skólaeinkunn og eina einingu sé raunmæting yfir 95%. Nemandi sem er með 95-92% mætingu fær 9 í skólaeinkunn. Nemandi sem er með minna en 80% mætingu á ekki trygga skólavist á næstu önn.

Undanþágur
Nemendur geta sótt um ívilnun frá skólasóknarreglum ef þeir eru með börn á sínu framfæri eða ef um langtímaveikindi er að ræða. Undanþágubeiðni skal skila til náms- og starfsráðgjafa  þar sem tilgreindar eru ástæður þess að sótt er um undanþágu frá skólasóknarreglum.

2. Mæting í einstaka áfanga
Mætingaskylda er 80% í öllum áföngum nema annað sé tekið fram. Mætingaskylda getur verið meiri, t.d. í verklegum greinum eða próflausum áföngum og kemur þá fram í kennsluáætlun viðkomandi áfanga. Ákveðnar námsbrautir geta verið með sérstök ákvæði um mætingu, en slíkt á fyrst og fremst við í starfsnámi. Í símatsáföngum gildir alltaf raunmæting til einkunnar.
Benda má á, að nemendur sem geta ekki sótt dagskólann hafa þann kost að sækja um fjarnám við skólann.
Mætingaeinkunn byggir á samanlagðri mætingu í alla áfanga sem nemandi er skráður í á önn.

Mæting % einkunn
100-95 10
94-92 9
91-89 8
88-86 7
85-83 6
82-80 5
79-60 4
59-40 3
39-20 2
19-1 1
3. Ferli vegna brota á skólasóknareglum
  • Fari mæting undir í 85%, fær nemandi aðvörun frá umsjónarkennara/stjórnendum.
  • Fari nemandi niður í 80% mætingu er hann kallaður á fund hjá umsjónarkennara. Bæti nemandi ekki mætingu eftir viðtal hjá umsjónarkennara er máli hans vísað til skólastjórnenda. Nemanda er gefinn kostur á að gera skriflegt samkomulag um að bæta mætingu og fær hann til þess tvær vikur. Allar viðvaranir vegna mætingar sem nemandi fær eru skráðar í INNU.
  • Hafi nemandi ekki bætt ráð sitt á tveimur vikum og mæting er neðan við 80%, er honum vísað úr skóla.
  • Sé nemandi ósáttur við meðferð sinna mála nýtur hann andmælaréttar og getur óskað eftir að andmæli séu tekin fyrir á fundi skólaráðs.
  • Stjórnendur geta í sérstökum tilvikum veitt undanþágu frá ofangreindum reglum.

(Síðast uppfært 28.6.2015)