4.5.7. Grunnnám heilbriðgisgreina

Grunnnám heilbrigðisgreina er 94 feiningar. Námið er ætlað þeim sem hafa hug á starfsmenntun á heilbrigðissviði, en hafa ekki gert upp hug sinn hvaða braut skuli velja eða uppfylla ekki inntökuskilyrði brautar.

Eftir grunnnám heilbrigðisgreina má einnig bæta við og ljúka stúdentsprófi af bóknámsbraut. Grunnnám heilbrigðisgreina fléttað við náttúrufræðibraut er góður undirbúningur fyrir háskólanám á heilbrigðissviði, t.d. læknisfræði, hjúkrunarfræði eða sjúkraþjálfun. Grunnnám heilbrigðisgreina tekur þrjár annir.

Nánari upplýsingar og brautarlýsing eru á vefsíðu grunnnáms heilbrigðisgreina .

 

 

(Síðast uppfært 25.1.2017)