Námstækni

Nám í framhaldsskóla kallar á góðar námsvenjur. Það er gagnlegt fyrir okkur öll að skoða reglulega eigin námsvenjur og meta hvort þær séu gagnlegar fyrir næstu áfanga sem við förum í. Flest okkar hafa tamið sér ákveðnar námsvenjur, meðvitað eða ómeðvitað. Námstækni eru ákveðin vinnubrögð sem auðvelda nemendum að tileinka sér nýja þekkingu, færni og hæfn. Góð námstækni veitir nemendum aðhald og er tæki til tímasparnaðar.

Sjálfsagt er að nota áfram þær námsaðferðir sem reynst hafa vel. Í upphafi hverrar annar er tækifæri til að endurskoða námsvenjur og bæta það sem betur má fara. Mikilvægt er að taka lítil skref og ætla sér ekki of miklar breytingar í einu.

Gott skipulag, markmiðasetning, jákvætt hugarfar og raunsæi er grunnurinn að góðri námstækni.

Námstækniglærur:

Glósutækni, minni og lestur námsbóka


(Síðast uppfært 22.11.'22)