3.10. Jafnréttisstefna

Jafnréttisstefnan er reist á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla ásamt margvíslegum öðrum lagaákvæðum sem leggja bann við mismunun. Markmið hennar er að stuðla að jafnrétti kynja í skólanum, jafnri stöðu og virðingu kvenna og karla innan skólans, ennfremur að minna stjórnendur, nemendur og starfslið skólans á mikilvægi þess að allir fái notið hæfileika sinna án tillits til kynferðis, kynhneigðar, litarháttar, trúarskoðana, fötlunar eða annarra þátta.

Í jafnréttisáætlun skólans má finna ýmsar upplýsingar um stöðu jafnréttismála svo og aðgerðaráætlun fyrir eitt skólaár í senn.


(Síðast uppfært 29.5.2016)