6.3. Aðstoð vegna lesblindu og talnablindu

Skólinn býður upp á stoðkerfi fyrir nemendur með lestrar- og skriftarörðugleika (lesblindu - dyslexíu) og/eða stærðfræðiröskun (talnablindu - dyscalculia). Einnig geta nemendur með dyspraxíu (erfiðleikar með skipulag, áttunar- og tímaskyn) leitað aðstoðar.

Boðið er upp á sérstakan stuðningsáfanga þar sem áhersla er lögð á að styrkja sjálfsmynd og aðstoða nemendur að finna leiðir sem skila árangri í námi. Einnig er boðið upp á aðstoð við heimanám svo og ráðgjöf og skimunarpróf vegna gruns um lesblindu. Nemendur geta sótt um sérstök úrræði við námsmat, s.s. lituð prófblöð, stærra letur, upplesin próf, taka próf á tölvu eða munnleg próf.

Nánari upplýsingar eru á heimasíðu stoðkerfisþjónustunnar.


(Síðast uppfært 2.11.2012)