Ytra mat

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur eftirlit með því að framhaldsskólar uppfylli þær skyldur sem lög reglugerðir og aðalnámskrá framhaldsskóla kveða á um. Reglubundið ytra mat ráðuneytisins felst í úttektum, könnunum og rannsóknum ásamt almennri öflun, greiningu og miðlun upplýsinga.

Í reglugerð um mat og eftirlit í framhaldsskólum (700/2010) er eftirlit og ytra mat mennta- og menningarmálaráðuneytis skilgreint:

  • Mennta- og menningarmálaráðuneyti annast reglubundið eftirlit og ytra mat á gæðum skólastarfs í framhaldsskólum. Eftirlitið og matið fara fram með öflun, greiningu og miðlun upplýsinga um skólahald, úttektum, könnunum og rannsóknum.
  • Ytra mat getur náð til einstakra framhaldsskóla, nokkurra framhaldsskóla í senn, framhaldsskóla í heild, skilgreindra þátta í starfsemi framhaldsskóla, þ.m.t. aðferða við innra mat. Skulu framhaldsskólar veita þá aðstoð og þau gögn sem matið útheimtir. Skýrslur um ytra mat skulu birtar opinberlega á vefsíðu mennta- og menningarmálaráðuneytis. Eftir að ytra mat liggur fyrir skal framhaldsskóli innan tiltekins tímafrests gera mennta- og menningarmálaráðuneyti grein fyrir með hvaða hætti brugðist verður við niðurstöðum matsins. Til þess að mat leiði til umbóta í starfi skóla skal mennta- og menningarmálaráðuneyti, eftir því sem aðstæður leyfa, veita framhaldsskólum stuðning, fræðslu og ráðgjöf í kjölfar ytra mats.
  • Mennta- og menningarmálaráðherra setur fram áætlun til þriggja ára í senn um ytra mat á framhaldsskólum. Áætlunin skal birt á heimasíðu ráðuneytisins. Í áætluninni skulu koma fram fyrirhugaðar úttektir og kannanir, svo og eftirfylgni eftir því sem kostur er. Úttekt á framhaldsskóla eða á tiltekinni starfsemi framhaldsskóla skal gerð eigi sjaldnar en á fimm ára fresti. Við hverja úttekt skal ráðuneytið gera grein fyrir tilgangi úttektar, úttektaraðferð, helstu viðmiðum og áherslum. Ráðuneytið fær óháða sérfræðinga með menntun og/eða reynslu á sviði menntamála til að sjá um framkvæmd úttekta í samræmi við verklagsreglur ráðuneytisins.
  • Ytra mat samkvæmt reglugerð þessari nær eingöngu til framhaldsskóla sem njóta fjárveitinga í fjárlögum og gerður hefur verið samningur við skv. 44. gr. laga nr. 92/2008.
  • Nánari viðmið um ytra mat eru sett í aðalnámskrá framhaldsskóla.


Niðurstöður ytri úttektar á vorönn 2022

Eldri úttektir: 2010 - 2011, 2017

Síðast uppfært 26.9.2022